Fimm nýir stjórnendur hjá Síldarvinnslunni

Grétar Örn Sigfinnsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri útgerðar.
Grétar Örn Sigfinnsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri útgerðar. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Fimm nýir stjórn­end­ur munu taka til starfa hjá Síld­ar­vinnsl­unni í kjöl­far nýrra ráðninga, en aug­lýst var eft­ir starfs­fólki í tvær stöður í sum­ar. Fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins að fjöl­marg­ar um­sókn­ir bár­ust fyr­ir­tæk­inu í stöðu rekstr­ar­stjóra út­gerðar og stöðu rekstr­ar­stjóra upp­sjáv­ar­fryst­ing­ar.

Grét­ar Örn Sig­finns­son hef­ur verið ráðinn í stöðu rekstr­ar­stjóra út­gerðar. Grét­ar er skipa- og vél­tækni­fræðing­ur að mennt en hann hef­ur síðustu árin stýrt viðhalds­mál­um í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Hann tek­ur við af Karli Jó­hanni Birg­is­syni sem læt­ur af störf­um á haust­mánuðum eft­ir langt starf hjá fyr­ir­tæk­inu.

Ívar Dan Arnarsson.
Ívar Dan Arn­ars­son. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Í fyrri stöðu Grét­ars hef­ur verið ráðinn Ívar Dan Arn­ar­son og mun hann  stýra viðhalds­mál­um í fiskiðju­ver­inu. Ívar er vél­stjóri og raf­virki að mennt og hef­ur hann starfað að viðhalds­mál­um í fiskiðju­ver­inu í þrjú ár. Áður starfaði Ívar meðal ann­ars sem vél­stjóri á Bjarti NK og Barða NK.

Geir Sig­urpáll Hlöðvers­son hef­ur verið ráðinn í stöðu rekstr­ar­stjóra upp­sjáv­ar­fryst­ing­ar. Hann er verk­fræðing­ur að mennt og hef­ur hann meðal ann­ars gengt stöðu fram­kvæmda­stjóra málm­steypu hjá Alcoa Fjarðaáli. „Mun reynsla Geir Sig­urpáls nýt­ast afar vel við rekst­ur fiskiðju­vers­ins sem verður sí­fellt tækni­vædd­ara og þar sem ávallt eru gerðar meiri kröf­ur um ör­yggi starfs­fólks og gæði afurða,“ seg­ir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Geir Sigurpáll Hlöðversson.
Geir Sig­urpáll Hlöðvers­son. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Læt­ur af störf­um eft­ir 47 ár

Auk þeirra þriggja sem nefnd­ir hafa verið hef­ur Hafþór Ei­ríks­son verið ráðinn í stöðu rekstr­ar­stjóra fiski­mjöls­verk­smiðja. Hafþór er vél- og orku­tækni­fræðing­ur að mennt og hef­ur gegnt starfi verk­smiðju­stjóra fiski­mjöls­verk­smiðjunn­ar í Nes­kaupstað frá ár­inu 2016.

Hafþór Eiríksson.
Hafþór Ei­ríks­son. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an
Eggert Ólafur Einarsson.
Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Fram kem­ur að „Hafþór tek­ur við starf­inu af Gunn­ari Sverris­syni sem hef­ur sinnt  því frá ár­inu 2012 ásamt því að gegna starfi verk­smiðju­stjóra fiski­mjöls­verk­smiðjunn­ar á Seyðis­firði. [...] Við starfi Gunn­ars sem verk­smiðju­stjóri á Seyðis­firði tek­ur Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son. Eggert er meist­ari í járniðnum og gegndi áður starfi verk­smiðju­stjóra fiski­mjöls­verk­smiðjunn­ar í Helgu­vík frá ár­inu 1998.“

„Gunn­ar lét af störf­um 1. júlí sl. eft­ir að hafa starfað við fiski­mjölsiðnaðinn í 47 ár. Gunn­ar hóf störf hjá Síld­ar­verk­smiðjum rík­is­ins árið 1973 og starfaði síðan hjá SR-mjöli. Hann hóf störf á Seyðis­firði árið 1982. Fáir eða eng­ir hafa jafn mikla reynslu af störf­um við fiski­mjölsiðnaðinn og Gunn­ar og hef­ur Síld­ar­vinnsl­an verið afar hepp­in að fá að njóta starfs­krafta hans.“

mbl.is