Fiskimjöl fyrir 1,3 milljarða á nokkrum dögum

Hátt í fimm þúsund tonnum af fiskimjöli var flutt frá …
Hátt í fimm þúsund tonnum af fiskimjöli var flutt frá verksmiðjum Síldarvinnslunnar á örfáum dögum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Frá föstudegi 28. ágúst til þriðjudags 1. september fluttu þrjú skip 4.900 tonn af fiskimjöli frá fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði að verðmæti 1,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar

Haft er eftir Hafþóri Eiríkssyni, verksmiðjustjóra í Nesskaupstað, að ekki sé algengt að slíku magni sé skipað út á svona skömmum tíma.

Saxum, eitt skipanna þriggja, flutti um helming fiskimjölsins frá Neskaupstað eða 2.450 tonn. HavSacndic lestaði 750 tonn í Neskaupstað og 520 tonn á Seyðisfirði og Havfragt lestaði rúm 1.200 tonn á Seyðisfirði.

mbl.is