Fiskimjöl fyrir 1,3 milljarða á nokkrum dögum

Hátt í fimm þúsund tonnum af fiskimjöli var flutt frá …
Hátt í fimm þúsund tonnum af fiskimjöli var flutt frá verksmiðjum Síldarvinnslunnar á örfáum dögum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Frá föstu­degi 28. ág­úst til þriðju­dags 1. sept­em­ber fluttu þrjú skip 4.900 tonn af fiski­mjöli frá fiski­mjöls­verk­smiðjum Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði að verðmæti 1,3 millj­arðar króna, að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar

Haft er eft­ir Hafþóri Ei­ríks­syni, verk­smiðju­stjóra í Ness­kaupstað, að ekki sé al­gengt að slíku magni sé skipað út á svona skömm­um tíma.

Sax­um, eitt skip­anna þriggja, flutti um helm­ing fiski­mjöls­ins frá Nes­kaupstað eða 2.450 tonn. HavSacndic lestaði 750 tonn í Nes­kaupstað og 520 tonn á Seyðis­firði og Havfragt lestaði rúm 1.200 tonn á Seyðis­firði.

mbl.is