Ljúka nefndaráliti um fjármálastefnu

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.

Fjár­laga­nefnd hef­ur lokið við að taka út nefndarálit um fjár­mála­stefnu, en hef­ur ekki lokið vinnu við álit um rík­is­ábyrgð Icelanda­ir.

Þetta seg­ir Will­um Þór Þórs­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Við höf­um reynt að fara mjög gaum­gæfi­lega yfir all­ar um­sagn­ir, dregið fram öll sjón­ar­mið og tekið sam­töl við helstu aðila,“ seg­ir Will­um. Erfitt sé að segja til um hvenær nefndarálit um rík­is­ábyrgð muni liggja fyr­ir.

„Það er ljóst að það er gríðarleg vinna sem ligg­ur að baki í þessu ferli. Það þarf að lág­marka áhættu rík­is­sjóðs og al­menn­ings, um leið og það er verið að tryggja al­menn­ings­hags­muni.

Þetta er vanda­samt og þess vegna gef­um við þessu þann tíma sem þarf í þetta mál.“

mbl.is