Sex grunaðir um mútur og peningaþvætti

Frá nýju frystihúsi Samherja á Dalvík.
Frá nýju frystihúsi Samherja á Dalvík.

Sex starfs­menn Sam­herja, nú­ver­andi og fyrr­ver­andi, hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn héraðssak­sókn­ara á ætluðum mút­um, pen­ingaþvætti og fleiri brot­um sem tengj­ast starf­semi út­gerðarfé­lags­ins í Namib­íu.

Þeirra á meðal er for­stjór­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son.

Frá þessu grein­ir Rík­is­út­varpið, en heim­ild­ir þess herma að auk hans séu sak­born­ing­ar í mál­inu eft­ir­far­andi:

  • Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur
  • Arna Bryn­dís Bald­vins McClure, lög­fræðing­ur Sam­herja
  • Eg­ill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu
  • Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu
  • Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari sem einnig var fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu

Öll munu þau hafa verið yf­ir­heyrð í sum­ar vegna rann­sókn­ar máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina