Bandaríski stórleikarinn Will Smith gisti í þrjár nætur í aðalsvítunni á Retreat-hóteli Bláa lónsins nú í vikunni. Samkvæmt heimildum mbl.is gisti Smith einn í svítunni.
Aðalsvítan á Retreat Bláa lónsins er um 200 fermetrar að stærð og kostar nóttin um 1,5 milljónir íslenskra króna. Smith hafði bókað fjórar nætur í svítunni en samkvæmt heimildum mbl.is fór hann einum degi fyrr frá landinu.
Smith var hér á landinu við tökur á sjónvarpsþáttum sem meðal annars voru teknir upp í Stuðlagili á Austurlandi.