Segir tilgang myndbirtingar að valda skaða

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Frétta­flutn­ing­ur Rík­is­út­varps­ins af því að sex nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja hafi rétt­ar­stöðu sak­born­inga í rann­sókn héraðssak­sókn­ara á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, er gagn­rýnd­ur harðlega og hann sagður vand­ræðal­eg­ur í bréfi sem Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sendi starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins og birt var á vefsíðu Sam­herja í morg­un.

Ég tel óhætt að full­yrða að Rík­is­út­varpið hafi aldrei lagst jafn lágt í frétta­flutn­ingi og með þess­ari frétt. Í því sam­bandi vek­ur at­hygli að eng­inn ann­ar fjöl­miðill fet­ar þessi niður­læg­ing­ar­spor Rík­is­út­varps­ins í mynd­birt­ing­um.“

Til­gang­ur­inn að valda skaða

Birt­ar voru mynd­ir af þeim sem rétt­ar­stöðu sak­born­ings hafa en þar á meðal er Þor­steinn sjálf­ur og Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­um starfsmaður Sam­herja, sem greindi frá ásök­un­um á hend­ur fyr­ir­tæk­inu í þætti Kveiks á síðasta ári.

Tel­ur Þor­steinn að til­gang­ur þess­ar­ar mynd­birt­ing­ar RÚV, af ann­ars óþekkt­um starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins, hafi verið að valda sem mest­um skaða.

„Menn þurfa ekki að velkj­ast í nein­um vafa um að eini til­gang­ur með þess­ari mynd­birt­ingu, í ann­ars afar inni­haldsrýrri frétt, var að valda sem mest­um skaða. Er þetta enn einn vitn­is­b­urður­inn um hnign­un frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.“

Ýmis mis­tök gerð í Namib­íu

Hann seg­ir að eng­inn grund­völl­ur sé fyr­ir ásök­un­um um sak­næma hátt­semi Sam­herja í Namib­íu, jafn­vel þótt ýmis mis­tök hafi verið gerð í þeim rekstri og að ekki hafi verið full­nægj­andi eft­ir­lit með starf­sem­inni þar.

„Eins og ég hef áður sagt þá tel ég að það sé eng­inn grund­völl­ur fyr­ir ásök­un­um um sak­næma hátt­semi vegna starf­sem­inn­ar í Namib­íu, jafn­vel þótt ýmis mis­tök hafi verið gerð í þeim rekstri og ekki hafi verið full­nægj­andi eft­ir­lit með starf­sem­inni þar, eins og komið hef­ur fram.“

mbl.is