Ekki vandamál að bæta við verkefnum

Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir fyrirtækið orðið mjög …
Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir fyrirtækið orðið mjög þekkt í Rússlandi og er það meðal sterkustu markaða Naust Marine um þessar mundir. Hann hefði þó viljað vera með fleiri verkefni á Íslandi. Haraldur Jónasson/Hari

Naust Mar­ine hef­ur tekið að sér stærsta verk­efni í sögu fyr­ir­tæk­is­ins vegna eins tog­ara og mun sjá um nán­ast all­an dekk­búnað í rúss­neska verk­smiðju­tog­ar­an­um Len­in fyr­ir rúss­neska út­gerð. Samn­ing­ur vegna verk­efn­is­ins hljóðar upp á 800 millj­ón­ir króna. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að selja stærri pakka, en við erum þekkt fyr­ir að fram­leiða vind­urn­ar og stjórn­kerfið með þeim. Við fram­leiðum allt stál á Spáni og vind­urn­ar, en raf­magnið og stjórn­búnaður er hannaður og smíðaður í Hafnar­f­irði,“ svar­ar Bjarni Þór Gunn­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Naust Mar­ine, er hann er spurður um samn­ing sem fyr­ir­tækið gerði ný­verið við RK Len­ina í Rússlandi.

Verksmiðjutogarinn Lenin.
Verk­smiðju­tog­ar­inn Len­in. Teikn­ing/​Wärtsila

Hann seg­ir mikið fram­fara­skref fyr­ir fyr­ir­tækið að vera komið á þann stað að gera samn­inga um all­an dekk­búnað um borð í tog­ara, ekki síst tog­ara af þess­ari stærðargráðu. „Þetta er lang­stærsta verk­efni á ein­um tog­ara sem við höf­um fengið. Þetta er um 800 millj­óna króna samn­ing­ur bara þetta eina skip, enda stærsti tog­ari sem hef­ur verið smíðaður í lang­an tíma. Hann er 121 metra lang­ur og 21 metra breiður og við erum með all­ar vind­ur um borð í skip­inu ásamt krön­um, ís­gálg­um, skut- rennu­hlið og blokk­um, auk ATW-tog­vind­u­stjórn­kerf­is.

Þá koma tvö önn­ur ís­lensk fyr­ir­tæki einnig að tog­ar­an­um, Frost og Skag­inn 3X, en Len­in er hannaður af finnska fyr­ir­tæk­inu Wärtsila.

Tíu tog­ar­ar fyr­ir Nor­e­bo

Verk­smiðju­tog­ar­inn Len­in er hins veg­ar langt frá því að vera fyrsta stóra verk­efni Naust Mar­ine í Rússlandi. Árið 2017 gerði ís­lenska fyr­ir­tækið Nautic samn­inga við rúss­nesku út­gerðina Nor­e­bo um hönn­un sex verk­smiðju­tog­ara sem eru 81,6 metr­ar að lengd og 16 metra breiðir, en 43 vind­ur frá Naust Mar­ine og tog­vind­u­stjórn­kerfi mun vera í hverj­um tog­ara Nor­e­bo auk búnaðar frá Frost.

Bjarni Þór seg­ir stefna í að Naust Mar­ine taki að sér búnað í fjóra Nor­e­bo-tog­ara til viðbót­ar. „Það er búið að samþykkja til­boðið, búið að upp­færa samn­ing­ana og er núna beðið eft­ir að þeir komi und­ir­ritaðir inn í hús. Þetta eru sem sagt í heild tíu tog­ar­ar.

Við erum mikið í Aust­ur-Rússlandi með mörg verk­efni í göml­um skip­um. Enda hef­ur ekk­ert verið mikið um ný­smíði und­an­far­in tutt­ugu ár. Þetta er al­gjör sprengja hjá okk­ur í ný­smíðum, við erum að koma að ell­efu ný­smíðaverk­efn­um sem eru fleiri ný­smíðar en við höf­um komið að sam­an­lagt frá '93.“

Hægt að bæta við verk­efn­um

Spurður hvort fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins sé að nálg­ast þol­mörk vegna fjölda verk­efna seg­ir Bjarni Þór svo ekki vera. „Þetta verður af­greitt í lok næsta árs, 2021, í Len­in. Við erum með mjög stórt verk­efni fyr­ir Nor­e­bo, en þar erum við með samn­ing upp á sex tog­ara og erum bún­ir að skila tveim­ur, erum að skríða í þriðja tog­ar­ann.“

Hann seg­ir ávallt hægt að bæta verk­efn­um við þar sem und­ir­verk­tak­ar á Spáni og hér á landi eru til taks þegar þarf að mæta helstu álag­stopp­un­um. „Þetta er ekki vanda­mál og er nú skárra ástand í dag að fá mann­skap en var fyr­ir bara einu til tveim­ur árum. Met­um bara hverju sinni hvort við bæt­um við okk­ur hér eða á Spáni.“

Stýribúnaðurinn er framleiddur í Hafnarfirði.
Stýri­búnaður­inn er fram­leidd­ur í Hafnar­f­irði. Ljós­mynd/​Naust Mar­ine

Naust Mar­ine hef­ur sótt á alla markaði en Rúss­land hef­ur ásamt Banda­ríkj­un­um verið helstu markaðir fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir Bjarni Þór. Hann bæt­ir við að hann hefði viljað vera meira í verk­efn­um á Íslandi, en þeim hafi fækkað í kjöl­far mik­ils end­ur­nýj­un­ar­fasa ís­lenska skipa­flot­ans þar sem var fjöldi ný­smíða. „Við höf­um meðal ann­ars komið að tog­ur­un­um hjá Brimi (Ak­ur­ey, Viðey, Eng­ey) auk Breka hjá Vinnslu­stöðinni og Páls Páls­son­ar hjá Hraðfrysti­hús­inu Gunn­vöru.“

Bjarni Þór seg­ir reynsl­una af rúss­neska markaðnum góða, en viður­kenn­ir að ein­hverj­ir hnökr­ar hafi verið í kring­um ný­smíðina. „Þess­ir rúss­nesku tog­ar­ar eru smíðaðir í Rússlandi og skipa­smíðastöðvar þeirra hafa aðallega verið í smíðum á her­skip­um. Þetta er nýtt fyr­ir þeim en þeim fer fram.“

Akurey er eitt þeirra nýju íslenskra skipa með búnað frá …
Ak­ur­ey er eitt þeirra nýju ís­lenskra skipa með búnað frá Naust Mar­ine. Ljós­mynd/​Brim

Far­ald­ur veld­ur töf­um

Spurður hvort það sé erfitt að kom­ast inn á rúss­neska markaðinn svar­ar hann: „Já, það er nátt­úr­lega erfitt að kom­ast á alla markaði, en við erum orðin frek­ar þekkt nafn þar. Við byrjuðum á að selja ein­göngu stjórn­búnaðinn í eldri skip og þannig byrjaði nafnið Naust Mar­ine að verða þekkt í Rússlandi. Síðan hef­ur það bara auk­ist og mun aukast enn meira með þess­um nýju verk­efn­um. Rúss­ar eru mjög trygg­ir, ef þeir eru ánægðir eru þeir lang­flest­ir ekk­ert að leita annað.“

Eins og með all­ar at­vinnu­grein­ar hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn haft áhrif á starf­sem­ina og veld­ur far­ald­ur­inn töf­um. „Það er allt að seinka vegna þess að menn kom­ast ekki milli landa til að klára samn­inga og okk­ar þjón­ustu­fólk get­ur ekki mætt á staðinn til að starta kerf­un­um, en von­andi breyt­ist það. Brex­it hef­ur líka áhrif, út af því að það eru ekki komn­ir samn­ing­ar milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands um fisk­veiðar. Lent­um í því að vera búin að skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu og það átti allt að fara að byrja, en þá var það stoppað og frestað til ára­móta út af þess­um samn­ing­um.“

Hann seg­ir um­fang taf­anna koma bet­ur í ljós þegar fram líða stund­ir og út­skýr­ir að erfitt geti verið að kom­ast inn á skipa­smíðastöðvar í Rússlandi þar sem þær hafa al­mennt verið nýtt­ar til að smíða her­skip og eru því í gildi strang­ari aðgangs­regl­ur en við hefðbundn­ar stöðvar. „En það á aug­ljós­lega eft­ir að breyt­ast. Þetta er þróun sem er haf­in.“

Viðtalið við Bjarna Þór var fyrst birt í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu 29. ág­úst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: