Yfirvöld í Namibíu hafa fengið gögn frá Íslandi og Noregi sem eiga að nýtast við rannsókn spillingarlögreglunnar í Namibíu, ACC, á hluta sakamálsins sem kom upp eftir að ljóstrað var upp um Samherjaskjölin.
RÚV greinir frá þessu og vísar í vef Informante.
Á föstudaginn óskaði ríkislögmaður Namibíu eftir því að lögreglan fengi lokafrest til að ljúka við rannsókn sakamálsins.
Að sögn aðalrannsakanda ACC þarf um mánuð til að fara yfir gögnin og greina þau.