Gögn komin frá Íslandi og Noregi

Samherji hætti allri starfsemi í Namibíu í lok árs í …
Samherji hætti allri starfsemi í Namibíu í lok árs í fyrra. mbl.is/Sigurður Bogi

Yf­ir­völd í Namib­íu hafa fengið gögn frá Íslandi og Nor­egi sem eiga að nýt­ast við rann­sókn spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar í Namib­íu, ACC, á hluta saka­máls­ins sem kom upp eft­ir að ljóstrað var upp um Sam­herja­skjöl­in.

RÚV grein­ir frá þessu og vís­ar í vef In­form­an­te.

Á föstu­dag­inn óskaði rík­is­lögmaður Namib­íu eft­ir því að lög­regl­an fengi lokafrest til að ljúka við rann­sókn saka­máls­ins.

Að sögn aðal­rann­sak­anda ACC þarf um mánuð til að fara yfir gögn­in og greina þau.

mbl.is