Hálfrar aldar athafnasaga við Tálknafjörð

Haug I tók þátt í hvalveiðunum og kom með dýrin …
Haug I tók þátt í hvalveiðunum og kom með dýrin til hvalveiðistöðvarinnar á Suðureyri og var talsverð starfsemi á staðnum en hvalveiðarnar lögðust af við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Úr myndasafni Péturs A. Ólafssonar

Pét­ur Bjarna­son gef­ur út bók um sögu Suður­eyr­ar við Tálkna­fjörð. Á býl­inu voru starf­rækt­ar hval­veiðistöðvar og sel­veiðistöð.

„Ég var í sagn­fræðinámi við Há­skóla Íslands. Hug­ur­inn leitaði til æsku­stöðvanna á Tálknafirði þegar ég var að leita að efni fyr­ir rit­gerð í ein­hverj­um áfang­an­um,“ seg­ir Pét­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi fræðslu­stjóri Vest­fjarða, um til­drög þess að hann fór að kynna sér at­hafna­sögu Suður­eyr­ar við Tálkna­fjörð. Hann ólst upp á Sveins­eyri, norðan Tálkna­fjarðar, og þaðan blasa rúst­ir hval­veiðistöðvar­inn­ar á Suður­eyri við aug­um.

Pétur Bjarnason.
Pét­ur Bjarna­son.

Við vinnu sína við rit­gerðina komst Pét­ur í sam­band við Bolla A. Ólafs­son, barna­barn og upp­eld­is­son Pét­urs A. Ólafs­son­ar, konsúls á Pat­reks­firði, sem gerði út skip til sel­veiða í Græn­lands­ísn­um og starf­rækti hval­veiðistöðina á Suður­eyri. Hjá Bolla fékk hann aðgang að ýms­um skjöl­um úr dán­ar­búi afa hans.

Pét­ur skilaði rit­gerð sinni og birti síðar í Árs­riti Sögu­fé­lags Ísfirðinga. Nú hef­ur Pét­ur gert efn­inu ít­ar­legri skil og gefið út á bók.

Saga sel­veiða Íslend­inga

Norðmenn byggðu hval­veiðistöð á Suður­eyri og starf­ræktu á ár­un­um 1893 til 1911. Pét­ur A. Ólafs­son hóf aft­ur rekst­ur hval­stöðvar á ár­inu 1935 og rak hana í fimm ár. Áður hafði hann gert þaðan út sel­veiðiskipið Kóp til veiða í Græn­lands­ísn­um. Pét­ur ger­ir sel­veiðisög­unni skil og öðrum sel­veiðitilraun­um Íslend­inga enda seg­ir hann að það hafi ekki verið gert áður með heil­leg­um hætti.

Í bók­inni er ágrip af sögu þétt­býl­is­ins á Tálknafirði og býl­is­ins Suður­eyr­ar sem í nokkra ára­tugi varð vett­vang­ur mik­ill­ar at­hafna­semi.

Þótt tímans tönn hafi unnið á mannvirkjum gömlu hvalstöðvarinnar á …
Þótt tím­ans tönn hafi unnið á mann­virkj­um gömlu hval­stöðvar­inn­ar á Suður­eyri við Tálkna­fjörð má þar enn sjá stór­brotn­ar minj­ar um forna at­vinnu­hætti. mbl.is­Helgi Bjarna­son

Hval­veiðarn­ar lögðust af í upp­hafi seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar því markaðir fyr­ir afurðirn­ar lokuðust og hval­bát­arn­ir komust ekki frá Nor­egi. Þá hef­ur Pét­ur heim­ild­ir fyr­ir því að óein­ing hafi verið kom­in í hlut­hafa­hóp­inn sem endaði með því að Pét­ur sagði sig úr stjórn. Suður­eyri lagðist síðan í eyði upp úr 1960.

Slæm­ur veg­ur er út hlíðina við sunn­an­verðan Tálkna­fjörð. Þangað leggja þó marg­ir ferðamenn leið sína til að skoða rúst­ir stöðvar­inn­ar. Þar er hlaðinn skor­steinn mest áber­andi, byggður af Norðmönn­um við upp­haf hval­veiða. Einnig sjást múr­steins­hleðslur annarra mann­virkja. Þá eru á Suður­eyri sum­ar­bú­staðir af­kom­enda síðustu ábú­enda jarðar­inn­ar.

Þorpið norðan fjarðar

Vegna hval­veiðistöðvar­inn­ar og út­gerðar frá Suður­eyri var meiri at­hafna­semi og at­vinna vest­an Tálkna­fjarðar en norðan yfir sum­ar­tím­ann. Því má velta því fyr­ir sér hvers vegna þétt­býlið byggðist upp norðan fjarðar­ins. „Þetta var talið erfitt svæði, lít­il og hömr­um gyrt eyri. Til þess að kom­ast þangað þurfti að fara um grýtta hlíð og veg­ur var ekki lagður þar um fyrr en eft­ir miðja síðustu öld,“ seg­ir Pét­ur. Þegar frysti­hús var byggt árið 1946 var því val­inn staður í Tunguþorpi og byggðist þorpið í kring­um það. Tel­ur Pét­ur að það hafi haft áhrif að byggðin inn­an til í firðinum var fjöl­menn­ari og því auðveld­ara að manna vinnslu þar. Þar hafi og verið komið kaup­fé­lag, skóli, sam­komu­hús og sund­laug. Síðast en ekki síst sé líf­höfn í öll­um veðrum í Hóp­inu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: