Hoffell SU-80 kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með fullfermi af makríl, 1.050 tonn, til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni.
Að sögn Sigurðar Bjarnasonar skipstjóra tók það áhöfnina um 19 tíma að veiða þennan afla. Miðin hafa færst vestar og nær færeysku lögsögunni og því styttri sigling en verið hefur að undanförnu.
Hefur Hoffellið nú veitt um 8.000 tonn af makríl á vertíðinni.