1.200 umsóknir í einni viku

mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 1.200 um­sókn­ir um at­vinnu­leys­is­bæt­ur hafa borist Vinnu­mála­stofn­un (VMST) frá nýliðnum mánaðamót­um eða á einni viku. „Okk­ur hafa borist um 1.200 um­sókn­ir frá mánaðamót­um. Þetta er svipað og við höfðum spáð þannig að við erum þokka­lega viðbúin þessu,“ seg­ir Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri VMST.

Hún seg­ir of snemmt að segja til um hvort spá stofn­un­ar­inn­ar um þróun at­vinnu­leys­is í sept­em­ber­mánuði muni ganga eft­ir.

Gert hef­ur verið ráð fyr­ir að al­mennt at­vinnu­leysi hafi farið í um 8,6% í ág­úst og muni aukast lítið eitt í sept­em­ber. Ekki er bú­ist við um­sókn­um vegna fjölda­upp­sagna um sein­ustu mánaðamót fyrr en að lokn­um upp­sagn­ar­fresti síðar á ár­inu. Í ág­úst var 284 starfs­mönn­um sagt upp störf­um í fjór­um hópupp­sögn­um.

„Við höf­um gert og ger­um enn ráð fyr­ir um 3.000 um­sókn­um að meðaltali á mánuði fram að ára­mót­um,“ seg­ir Unn­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: