Hrekja fullyrðingar Kveiks

Björgólfur Jóhannsson annar forstjóra Samherja.
Björgólfur Jóhannsson annar forstjóra Samherja. mbl.is/​Hari

Í nýju mynd­bandi hrek­ur Sam­herji hf. ásak­an­ir á hend­ur fé­lag­inu, sem sett­ar voru fram í Kveiksþætti Rík­is­út­varps­ins 26. nóv­em­ber í fyrra, um að Sam­herji hafi þvegið pen­inga sem komu frá starf­semi fyr­ir­tæks­ins í af­l­ands­fé­lag­inu Cape Cod á Mars­hall-eyj­um.

Þannig hafi Sam­herji átt að kom­ast und­an því að borga skatta af hagnaði sem varð af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Sam­herji seg­ir einnig að það sé rangt að Cape Cod sé í eigu Sam­herja. Fé­lagið sé staðsett á Kýp­ur og sé í eigu þýsks fyr­ir­tæk­is.

Einnig eru meint­ar rang­færsl­ur sem komu fram í þætti Kveiks leiðrétt­ar, sem snúa að því að reikn­ing­um Cape Cod í norska bank­an­um DNB hafi verið lokað vegna brota í starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Sam­herji birti mynd­bandið á YouTu­be-rás sinni í morg­un.

Kveik­ur hafi valið úr gögn­um Wiki­leaks

Gögn­in sem Kveik­ur vann úr, og sýna áttu fram á meint pen­ingaþvætti Sam­herja, komu frá Wiki­leaks. Í mynd­bandi Sam­herja seg­ir hins veg­ar að til séu önn­ur gögn á síðu Wiki­leaks sem skýri eign­ar­hald Sam­herja á Cape Cod. Ekk­ert hafi verið fjallað um þau gögn í þætti Kveiks.

Full­yrt var í þætti Kveiks að millj­arðar hefðu flætt frá Sam­herja í Namib­íu og til dótt­ur­fé­lags­ins Cape Cod á Kýp­ur og öf­ugt. Sam­herji seg­ir hins veg­ar í mynd­bandi sínu, og síðar til­kynn­ingu á vef sín­um, að þetta hafi ein­ung­is verið gert til þess að rúss­nesk­ir og úkraínsk­ir sjó­menn, sem störfuðu hjá dótt­ur­fé­lög­um Sam­herja, fengju greitt á rétt­um tíma.

Vegna þess að gjald­eyr­is­höft eru í Namb­íu gat, að sögn Sam­herja, tekið lang­an tíma að fá leyfi fyr­ir því að borga sjó­mönn­um fé­lags­ins og þurfti því Cape Cod á Kýp­ur að lána Sam­herja í Namib­íu fyr­ir launa­greiðslum sjó­mann­anna.

Reikn­ing­um ekki lokað vegna gruns um brot

Þá var full­yrt í þætti Kveiks að norski bank­inn DNB hafi lokað reikn­ing­um Cape Cod vegna gruns um brot í starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Björgólf­ur Jó­hanns­son, ann­ar for­stjóra Sam­herja, seg­ir í mynd­bandi Kveiks að þetta hafi verið gert vegna þess að DNB gerði at­huga­semd­ir að greiðslur væru að renna til rúss­neskra sjó­manna í ljósi þess að Rúss­land hafði ný­verið verið sett á svart­an lista vegna inn­rás­ar þeirra á Krímskaga.

„Annaðhvort er það ill­vilji eða yf­ir­sjón“

Þá eru gerðar at­huga­semd­ir í þætti Sam­herja við að frétta­menn Kveiks hafi ekki til­tekið að greiðslur til Rúss­lands og Úkraínu hafi vegið þungt í áhættumati DNB á starf­semi Sam­herja og dótt­ur­fé­laga. Björgólf­ur Jó­hanns­son seg­ir að frétta­menn Kveiks hafi þannig gefið í skyn að DNB hafi lokað reikn­ing­um Cape Cod vegna gruns um brot í starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

Björgólf­ur Jó­hanns­son seg­ist vilja trúa því að um yf­ir­sjón hafi verið að ræða. „Að setja svona fram, það er tvennt sem kem­ur til greina. Annaðhvort er það ill­vilji eða yf­ir­sjón. Ég vil gefa mér það að þetta hafi verið yf­ir­sjón.“

mbl.is