Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert kröfu um að karlmaður á sjötugsaldri verði áfram í gæsluvarðhaldi í tengslum við bruna sem varð á Bræðraborgarstíg í júní síðastliðnum, með þeim afleiðingum að þrír létust.
Var óskað eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en rannsókn málsins er á lokametrunum, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.