Nýr Börkur sjósettur í Póllandi

Vinna við sjósetningu nýs Barkar í Gdynia í Póllandi hófst …
Vinna við sjósetningu nýs Barkar í Gdynia í Póllandi hófst í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Vinna við að sjó­setja nýj­an Börk hófst í morg­un en hann er í smíðum hjá danska fyr­ir­tæk­inu Kar­sten­sens Skibsværft AS. Skrokk­ur skips­ins er smíðaður í skipa­smíðastöð Kar­sten­sens í Gdynia í Póllandi og þar fer sjó­setn­ing­in fram.

Frá þessu er greint á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Tekið er fram að gert sé ráð fyr­ir að smíði skips­ins verði að fullu lokið á kom­andi vori.

Þar seg­ir jafn­framt að í októ­ber verði skrokk­ur­inn síðan dreg­inn til Ska­gen í Dan­mörku og þar verði skipið full­klárað. Skipið verður sjó­sett án yf­ir­bygg­ing­ar en hún verður sett á eft­ir sjó­setn­ing­una.

Lengd skips­ins er 88 metr­ar, breidd­in 16,6 metr­ar og dýpt­in 9,6 metr­ar. Stærð skips­ins er 4.100 brútt­ót­onn. Í skip­inu verða tvær aðal­vél­ar, 3.600 kw hvor, og ásra­fall skips­ins verður 3.500 kw, að því er Síld­ar­vinnsl­an grein­ir frá. 

Nán­ar hér.

mbl.is