Nýr Börkur sjósettur í Póllandi

Vinna við sjósetningu nýs Barkar í Gdynia í Póllandi hófst …
Vinna við sjósetningu nýs Barkar í Gdynia í Póllandi hófst í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Vinna við að sjósetja nýjan Börk hófst í morgun en hann er í smíðum hjá danska fyrirtækinu Karstensens Skibsværft AS. Skrokkur skipsins er smíðaður í skipasmíðastöð Karstensens í Gdynia í Póllandi og þar fer sjósetningin fram.

Frá þessu er greint á vef Síldarvinnslunnar. Tekið er fram að gert sé ráð fyrir að smíði skipsins verði að fullu lokið á komandi vori.

Þar segir jafnframt að í október verði skrokkurinn síðan dreginn til Skagen í Danmörku og þar verði skipið fullklárað. Skipið verður sjósett án yfirbyggingar en hún verður sett á eftir sjósetninguna.

Lengd skipsins er 88 metrar, breiddin 16,6 metrar og dýptin 9,6 metrar. Stærð skipsins er 4.100 brúttótonn. Í skipinu verða tvær aðalvélar, 3.600 kw hvor, og ásrafall skipsins verður 3.500 kw, að því er Síldarvinnslan greinir frá. 

Nánar hér.

mbl.is