Orkuskipti í samgöngum forsendan

Rafmagnsbíll á bílasýningu í Genf.
Rafmagnsbíll á bílasýningu í Genf. AFP

Orku­skipti í sam­göng­um eru for­senda þess að Ísland standi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar í lofts­lags­mál­um sam­kvæmt Par­ís­ar­samn­ing­un­um. Mark­mið stjórn­valda miða að því að minnka út­blást­ur frá sam­göng­um á landi um 37%, miðað við árið 2018, fyr­ir árið 2030.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu en fjallað verður um þetta á árs­fundi Samorku sem hefst klukk­an 9 í dag, þriðju­dag.

Bein út­send­ing verður frá fund­in­um hér

Orku- og veitu­fyr­ir­tæki lands­ins hafa unnið að und­ir­bún­ingi orku­skipta um þó nokk­urt skeið og hafa meðal ann­ars, á vett­vangi Samorku, staðið fyr­ir grein­ing­um og rann­sókn­um til að skoða hvaða áhrif um­fangs­mik­il orku­skipti koma til með að hafa á raf­orku­innviði lands­ins.

Í dag kynn­ir Samorka niður­stöður nýrr­ar grein­ing­ar um orku- og aflþörf fyr­ir orku­skipti í sam­göng­um á Íslandi fyr­ir árið 2030. Niður­stöðurn­ar byggj­ast meðal ann­ars á nýrri rann­sókn um hleðslu raf­bíla, sem gerð var með þátt­töku 200 raf­bíla­eig­enda um allt land, sem stóð yfir í heilt ár, og gefa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um við hverju megi bú­ast þegar raf­bíl­um fjölg­ar til muna með til­heyr­andi álagi á raf­orku­fram­leiðslu-, flutn­ings- og dreifi­kerfi lands­ins.

Auk þess að greina hvað þurfi til fyr­ir þau op­in­beru mark­mið stjórn­valda um orku­skipti í sam­göng­um sem fel­ast í Par­ís­ar­samn­ingn­um var einnig skoðað hvað þyrfti til ef ákveðið væri að hætta al­farið að nota jarðefna­eldsneyti árið 2030. 

mbl.is