Gistinætur á hótelum drógust saman um 58% í ágúst samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands hefur birt á vef sínum.
Samkvæmt bráðabirgðatölum sem byggja á fyrstu skilum fyrir ágústmánuð má ætla að gistinætur á hótelum í ágúst hafi verið um 221.000 og þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 121.000 og gistinætur útlendinga um 100.000.
Sé borið saman við 522.900 gistinætur í ágúst 2019 má því ætla að orðið hafi um 58% samdráttur á fjölda gistinátta frá ágúst 2020. Ætla má að gistinætur Íslendinga hafi ríflega þrefaldast frá sama mánuði í fyrra en gistinætur útlendinga hafi á sama tíma dregist saman um um það bil 79%.
Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í ágúst 2020 um 43,0% samanborið við 71,5% í sama mánuði í fyrra.