Samdrátturinn á milli ára 58%

Gist­inæt­ur á hót­el­um dróg­ust sam­an um 58% í ág­úst sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um sem Hag­stofa Íslands hef­ur birt á vef sín­um. 

Sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um sem byggja á fyrstu skil­um fyr­ir ág­úst­mánuð má ætla að gist­inæt­ur á hót­el­um í ág­úst hafi verið um 221.000 og þar af hafi gist­inæt­ur Íslend­inga verið um 121.000 og gist­inæt­ur út­lend­inga um 100.000.

Sé borið sam­an við 522.900 gist­inæt­ur í ág­úst 2019 má því ætla að orðið hafi um 58% sam­drátt­ur á fjölda gistinátta frá ág­úst 2020. Ætla má að gist­inæt­ur Íslend­inga hafi ríf­lega þre­fald­ast frá sama mánuði í fyrra en gist­inæt­ur út­lend­inga hafi á sama tíma dreg­ist sam­an um um það bil 79%.

Sam­kvæmt sömu áætl­un var rúma­nýt­ing í ág­úst 2020 um 43,0% sam­an­borið við 71,5% í sama mánuði í fyrra.

mbl.is