Hvernig Ísland er að bráðna

Lagt er í leiðangur upp á Breiðamerkurjökul.
Lagt er í leiðangur upp á Breiðamerkurjökul. mbl.is/RAX

Ísland er land sem var mótað af eld­fjöll­um og ís, og þar sem örin eft­ir hvort tveggja sjást enn ljós­lif­andi. Á þess­um orðum hefst ít­ar­leg um­fjöll­un bresku frétta­stof­unn­ar Sky News sem birt var í dag, en hún ber yf­ir­skrift­ina: „Hvernig Ísland er að bráðna“.

Vísað er til þess að jök­u­lís á Íslandi sé að hverfa. „Og hann er að hverfa á hraða sem heim­ur­inn þarf að hafa áhyggj­ur af.“

Lagt er í leiðang­ur á Breiðamerk­ur­jök­ul og rætt við Hauk Ein­ars­son leiðsögu­mann og Snæv­ar Guðmunds­son jökla­fræðing. Bent er á að aska úr Eyja­fjalla­jökli þeki ís­inn og flýti þannig fyr­ir bráðnun hans með því að draga í sig sól­ar­ljós.

Minnk­ar með hverri heim­sókn

Hnatt­ræn hlýn­un sé þó meg­in­or­sök­in.

„Þetta er ein­föld eðlis­fræði,“ seg­ir Snæv­ar. „Farðu og kauptu ís og sjáðu hvað ger­ist þegar þú tek­ur hann með í hit­ann. Hann bráðnar.“

Aðspurður seg­ir hann það hrika­legt að fylgj­ast með því hvernig jök­ull­inn hafi minnkað með hverri heim­sókn­inni.

„Það kem­ur á óvart hversu hratt þetta á sér stað. Þú mynd­ir ekki trúa því hversu þykk­ur ís­inn hlýt­ur að hafa verið fyr­ir hundrað eða hundrað og þrjá­tíu árum. Það er svo erfitt að trúa því, að akkúrat þar sem við stönd­um, þá var yf­ir­borð íss­ins um 250 metr­um hærra en það er núna. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei.“

Um­fjöll­un Sky News

mbl.is

Bloggað um frétt­ina