Um 25 milljarðar fyrir makrílinn

Makríll hja Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Makríll hja Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Ætla má að út­flutn­ings­verðmæti mak­ríls sem veiðst hef­ur í ár verði hátt í 25 millj­arðar króna. Síðustu vik­ur hef­ur feng­ist góður afli í Síld­ars­mugunni aust­ur af land­inu, en langt hef­ur verið að sigla.

Um miðja vik­una höfðu 2/​3 hlut­ar mak­rílafla sum­ars­ins feng­ist í Síld­ars­mugunni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mak­ríl­veiðarn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Fram und­an eru veiðar á norsk-ís­lenskri síld og eru fyrstu skip­in byrjuð á síld. Frétt­ir af afla Fær­ey­inga við Kol­beins­ey lofa góðu, en auk þess var síld víða við landið í sum­ar. Á heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað er haft eft­ir Hjörv­ari Hjálm­ars­syni, skip­stjóra á Berki, að mikið sé af síld aust­ur af land­inu. Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort hún muni hafa vet­ur­setu á Rauða torg­inu eins og í gamla daga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: