Loka á hringingar úr fangelsum sé þess óskað

Maðurinn hringdi 122 sinnum í Kamillu frá fangelsinu á Hólmsheiði.
Maðurinn hringdi 122 sinnum í Kamillu frá fangelsinu á Hólmsheiði.

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir það nokkuð al­gengt að beiðnir ber­ist um að lokað verði á sím­töl úr fang­els­um lands­ins. 

Greint var frá því í gær að Kamilla Ívars­dótt­ir, 18 ára stúlka sem varð fyr­ir stór­felldri lík­ams­árás af hálfu fyrr­ver­andi kær­asta síns á síðasta ári, hafi fengið 122 sím­töl frá of­beld­is­manni sín­um úr fang­els­inu á Hólms­heiði. Maður­inn sæt­ir ákæru fyr­ir ít­rekuð brot gegn nálg­un­ar­banni. 

Vek­ur þetta upp spurn­ing­ar til hvers hægt sé að grípa fyr­ir þá sem fyr­ir slíku verða. Páll seg­ir fanga sem ekki sæta ein­angr­un hafa aðgengi að síma á deild­um fang­els­anna. 

„En ef rétt­haf­ar síma­núm­era vilja ekki að það sé hringt úr fang­els­inu get­um við lokað fyr­ir hring­ing­ar úr fang­els­inu. Slík­ar beiðnir koma fram mjög reglu­lega í hverj­um mánuði,“ seg­ir Páll. 

Páll seg­ir að ein­ung­is sé lokað á hring­ing­ar að frum­kvæði rétt­hafa síma­núm­ers, jafn­vel þó að viðkom­andi hafi fengið nálg­un­ar­bann á fanga sem hring­ir. 

mbl.is