Kallaði Trump „loftslags-brennuvarg“

00:00
00:00

Joe Biden, for­setafram­bjóðandi banda­ríska Demó­krata­flokks­ins, seg­ir að and­stæðing­ur hans, Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, sé „lofts­lags-brennu­varg­ur“ sem neiti að taka hlýn­un jarðar al­var­lega.

Hann tel­ur að Trump muni gera ástandið illt verra ef hann nær end­ur­kjöri í nóv­em­ber en mikl­ir skógar­eld­ar hafa geisað í Kali­forn­íu að und­an­förnu.

„Ef þú gef­ur lofts­lags-brennu­vargi fjög­ur ár í viðbót í Hvíta hús­inu, hvers vegna ætti það þá að koma nokkr­um á óvart ef Am­er­íka held­ur áfram að loga?“ sagði Biden og gagn­rýndi Trump fyr­ir að vilja ekki bera neina ábyrgð á skógar­eld­un­um í Kali­forn­íu.

„Við þurf­um á for­seta að halda sem ber virðingu fyr­ir vís­ind­um og skil­ur að skaðinn af völd­um lofts­lags­breyt­inga er nú þegar til staðar,“ bætti hann við.

Joe Biden ræðir við fréttamenn.
Joe Biden ræðir við frétta­menn. AFP
Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP
mbl.is