Risastór ísjaki brotnar frá grænlensku íshellunni

AFP

Risa­stór ís­jaki hef­ur brotnað frá stærstu ís­breiðu norður­skauts­ins sem er á 79. breidd­ar­gráðu, Ni­og­hal­vfjerds­fjor­d­en, í norðaust­ur­hluta Græn­lands. Ísbreiðan er um 110 fer­kíló­metr­ar að stærð.

Mynd­ir úr gervi­hnött­um sýna að ís­breiðan hef­ur splundr­ast í marga smærri ís­jaka. Að sögn vís­inda­manna er þetta enn ein vís­bend­ing­in um hver áhrif lofts­lags­breyt­ing­ar hafa á Græn­land. 

„Loft­hjúp­ur­inn í þess­um heims­hluta hef­ur hlýnað um um það bil þrjár gráður frá 1980,“ seg­ir dr Jenny Turt­on, heim­skauta­sér­fræðing­ur við Friedrich-Al­ex­and­er-há­skól­ann í Þýskalandi, í sam­tali við BBC. Hún seg­ir að ný hita­met hafi verið sleg­in á þess­um slóðum síðustu tvö sum­ur. 

Ni­og­hal­vfjerds­fjor­d­en er um það bil 80 lang­ur og 20 km að breidd og er hluti af ís­röst­inni sem flýt­ur við norðaust­ur­hluta Græn­lands. Á 79. breidd­ar­gráðu norður skipt­ist jök­ull­inn í tvennt og hef­ur nú hluti ís­hell­unn­ar þar brotnað frá.

mbl.is