Vita að hverju þeir ganga

Ljósmyndir/Landhelgisgæslan/Nonni Ká og Sævar Már Magnússon

Áhöfn­in á varðskip­inu Þór lagði í síðustu viku af stað í ár­leg­an vita­túr í sam­starfi við Vega­gerðina. Ára­tug­um sam­an hafa varðskip siglt meðfram strönd­um lands­ins vegna eft­ir­lits með ljósvit­um, skerja­vit­um, sjó­merkj­um og ljós­dufl­um sem ekki er hægt að kom­ast í frá landi.

Áhöfn­in á varðskip­inu Þór og starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar sjá um eft­ir­lit og viðhald á vit­um og öðrum sjó­merkj­um í ferðinni. Meðal verk­efna í vita­túr­un­um er að yf­ir­fara raf­geyma og sól­ar­spegla auk þess að end­ur­nýja per­ur. Einnig er skipt um vindraf­stöðvar auk ann­ars til­fallandi viðhalds. Frá þessu grein­ir Land­helg­is­gæsl­an. 

Ljós­mynd­ir/​Land­helg­is­gæsl­an/​Nonni Ká og Sæv­ar Már Magnús­son

Meðfylgj­andi mynd­ir sýna þegar dufl og legu­færi voru yf­ir­far­in á dög­un­um. Legu­færi ljós­dufl­anna sem gjarn­an er fjög­urra tonna steinn ásamt allt að 70 metra langri keðju eru hífð upp á dekk Þórs og yf­ir­far­in. Oft þarf að skipta út stór­um hluta þeirra vegna tær­ing­ar.

Ljós­mynd­ir/​Land­helg­is­gæsl­an/​Nonni Ká og Sæv­ar Már Magnús­son
mbl.is