Fengu hærra verð en lækkuðu launin

Meðalverð á pillaðri kaldsjávarrækju á síðasta ári var 1.202 kr./kg …
Meðalverð á pillaðri kaldsjávarrækju á síðasta ári var 1.202 kr./kg samanborið við 1.204 kr./kg tímabilið janúar til júlí 2020. Meðalverðið var 1.189 kr./kg í júlí sl. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Í úr­sk­urði odda­manns og full­trúa út­gerðar­inn­ar þar sem yfir 30% verðlækk­un á rækju­verði til sjó­manna, og þar með launa­lækk­un til þeirra, var staðfest á vertíðinni sum­arið 2020, var ekki tekið til­lit til raka full­trúa sjó­manna fyr­ir mun minni verðlækk­un. 

Ástæða verðlækk­un­ar­inn­ar var sögð af­leiðing­ar heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru en í út­flutn­ingstöl­um Hag­stofu Íslands kem­ur fram að út­flutn­ings­verð í maí, júní og júlí hafði ekki lækkað held­ur hækkað. 

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna.
Árni Bjarna­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna.

Þetta er á meðal þess sem kem­ur fram í ít­ar­legri grein Árna Bjarna­son­ar, for­manns Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, og Árna Sverris­son­ar, fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins. Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu.

„Í upp­hafi rækju­vertíðar vorið 2020 töldu út­gerðar­menn rækju­skipa að aðstæður í grein­inni væru þannig að þeir yrðu að lækka verð til sjó­manna um og yfir 30% frá ár­inu 2019 vegna þess að verðhrun hefði orðið á rækju, markaðir væru frosn­ir og eng­inn út­flutn­ing­ur á rækju. Ástæðuna sögðu þeir af­leiðing­ar af Covid-heims­far­aldr­in­um,“ seg­ir í grein­inni.

„Sjó­menn höfðu eng­an mögu­leika á því að ve­fengja þetta og skrifuðu í ein­hverj­um til­fell­um und­ir um og yfir 30% verðlækk­un frá því 2019. Sjó­menn voru ósátt­ir við lækk­un­ina og buðu upp á þann mögu­leika að verð yrði leiðrétt síðar þegar opnaðist fyr­ir út­flutn­ing og afurðaverð lægi fyr­ir. Því var hafnað.“

Sjó­menn hafa alla tíð gert sér grein fyr­ir því að ef afurðaverð lækki þá geri hlut­ur þeirra það sömu­leiðis. 

For­dæma­laus tæp mánaðars­eink­un á úr­sk­urði

Eins og greint var frá á mbl.is á sín­um tíma neitaði áhöfn rækju­tog­ar­ans Berg­lín­ar GK 300 að sætta sig við þriðjungs verðlækk­un á rækju og sigldi áhöfn tog­ar­ans í heima­höfn 17. júní eft­ir að verðlækk­un­in, og þar með launa­lækk­un­in, varð ljós. 

„Öll aðkoma rækju­út­gerða lands­ins, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og odda­manns úr­sk­urðar­nefnd­ar eru vægt til orða tekið mjög ámæl­is­verð og til þess fall­in að staðfesta hversu handónýtt fyr­ir­komu­lag við búum við þegar kem­ur að úr­lausn ágrein­ings­mála á þeim vett­vangi,“ seg­ir í grein Árn­anna tveggja. 

Ekk­ert til­lit tekið til talna Hag­stof­unn­ar

Máli Berg­lín­ar var vísað til úr­sk­urðar­nefnd­ar 1. júlí sl. Hún komst ekki að niður­stöðu svo oddamaður varð að úr­sk­urða í mál­inu. Hann átti að úr­sk­urða í síðasta lagi 25. júlí en úr­sk­urður­inn féll ekki fyrr en 18. ág­úst og er það for­dæma­laust. 

„Úrsk­urður odda­manns byggðist á þeim verðsamn­ing­um sem höfðu verið gerðir und­ir afar­kost­um út­gerða skip­anna, fall­ist var á dæma­laus rök út­gerðanna, um og yfir 30% verðlækk­un og ekk­ert til­lit tekið til talna frá Hag­stofu Íslands sem byggj­ast á út­flutn­ings­gögn­um rækju­verk­smiðjanna,“ seg­ir í grein­inni. 

„Í út­flutn­ingstöl­um Hag­stofu Íslands kem­ur fram að það var flutt út rækja, sam­tals 1.230 tonn á þrem­ur mánuðum í maí, júní og júlí, og út­flutn­ings­verð hafði ekki lækkað í ís­lensk­um krón­um, held­ur hækkað.“

Verð frá Íslandi 5% hærra en meðal­verðið

Vegna óánægju með fyrr­nefnd­an úr­sk­urð fékk Fé­lag skip­stjórn­ar­manna Sea Data Center til að gera skýrslu um út­flutn­ing á pillaðri kald­sjáv­ar­rækju frá Íslandi frá 1. janú­ar 2019 til júlí 2020. Hún leiðir m.a. í ljós að að út­flutn­ing­ur á pillaðri kald­sjáv­ar­rækju frá Íslandi til Bret­lands var á ár­inu 2019 á bil­inu 312 til 737 tonn á mánuði með þeirri und­an­tekn­ingu að í októ­ber 2019 voru flutt út 1.692 tonn.

„Á ár­inu 2020 hef­ur út­flutn­ing­ur verið á bil­inu 236 til 786 tonn á mánuði, í júlí síðastliðnum voru flutt út rúm 390 tonn. Meðal­út­flutn­ing­ur árs­ins 2019 var 540 tonn á mánuði, meðal­út­flutn­ing­ur janú­ar til júlí 2020 er 483 tonn, sem sýn­ir að Bret­lands­markaður er fjarri því að vera fros­inn,“ seg­ir í grein for­manns­ins og fram­kvæmda­stjór­ans. 

„Meðal­út­flutn­ings­verð á rækju frá Íslandi var lægra en meðal­verð frá sam­an­b­urðarlönd­um flesta mánuði frá janú­ar 2019 til janú­ar 2020. En frá fe­brú­ar 2020 hef­ur meðal­verð frá Íslandi verið hærra og var 5% yfir meðal­verði í júní 2020. Þegar litið er til inn­flutn­ings­verðs frá Bretlandi, þar sem töl­ur frá Rússlandi eru einnig með, þá er verðmun­ur enn já­kvæðari, en þar er Ísland 13% yfir meðallagi í júní 2020.“

„Óraun­hæf og óút­skýrð“ lækk­un

Meðal­verð á pillaðri kald­sjáv­ar­rækju á síðasta ári var 1.202 kr./​kg Sam­an­borið við 1.204 kr./​kg tíma­bilið janú­ar til júlí 2020. Meðal­verðið var 1.189 kr./​kg í júlí sl.

„Þetta sýn­ir svart á hvítu að rúm­lega 30% lækk­un á verði til sjó­manna á vertíðinni 2020 var óraun­hæf og er óút­skýrð af hálfu fyr­ir­tækj­anna.“

Málið snýst í grunn­inn um tvær rækju­verk­smiðjur og fimm rækju­veiðiskip. Ann­ars veg­ar Meleyri á Hvammstanga sem er í eigu Nes­fisks sem á skip­in Berg­línu og Sól­eyju Sig­ur­jóns. Hins veg­ar snýst málið um rækju­verk­smiðju Ramma en hjá henni land­ar Múla­berg í eigu sama aðila og Vestri í eigu óskylds aðila. 

2.500 - 3.000 kr./​kg fyr­ir stoln­ar rækj­ur

Árn­arn­ir benda á að þegar óprúttn­ir aðilar stálu tveim­ur tonn­um af rækju úr frystigámi rækju­verk­smiðju Mel­eyr­ar á Hvammstanga var haft eft­ir verk­efn­is­stjóra rækju­vinnsl­unn­ar í fjöl­miðlum að verðmæti þýf­is­ins hefði verið á bil­inu 5 til 6 millj­ón­ir króna sem þýðir þá að verð hafi verið á bil­inu 2.500 til 3.000 kr./​kg. Verðið sem hann ræddi um var því mun hærra en meðal­verð á pillaðri kald­sjáv­ar­rækju. 

Ef skoðaður er út­flutn­ing­ur á rækju frá Íslandi ein­göngu sést að magn hef­ur minnkað, en út­flutn­ing­ur er samt sem áður tölu­verður, eða 236 tonn í maí, 347 tonn í júní og 390 tonn í júlí. Það eru ein­mitt mánuðirn­ir sem sagt var að markaðir væru frosn­ir og eng­inn út­flutn­ing­ur í gangi. Meðal­verð pr. kg árið 2019 var 7,38 pund. Meðal­verð pr. kg janú­ar til júlí 2020 er 7,12 pund. Meðal­verð pr. kg árið 2019 í ISK er 1.155 kr. Meðal­verð pr. kg janú­ar til júlí 2020 er 1.217 kr.

„Með öðrum orðum, meðal­verð pr. kg hef­ur lækkað um 3,5% í pund­um, en hækkað um 5,4% í ís­lensk­um krón­um vegna veik­ing­ar krón­unn­ar. Á þetta höf­um við full­trú­ar sjó­manna bent í úr­sk­urðar­nefnd án þess að nokk­urt til­lit væri tekið til þess.“

Þurfa að finna aðra leið

Árni Bjarna­son og Árni Sverris­son segja að lok­um að það verklag að hver áhöfn semji sér­stak­lega um fisk­verð/​rækju­verð við út­gerðarmann án aðkomu stétt­ar­fé­lags gangi ekki upp. 

„Í kom­andi kjara­samn­ingsviðræðum verður að finna annað fyr­ir­komu­lag á verðmynd­un. Affara­sæl­ast væri að verð myndaðist á frjáls­um markaði, frem­ur en í viðskipt­um á milli skyldra aðila þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi. Lág­marks­verð í bein­um viðskipt­um á milli skyldra aðila á þorski, ýsu, ufsa og karfa er í dag ákv­arðað sem hlut­fall af markaðsverði á inn­lend­um fisk­mörkuðum með teng­ingu við afurðaverð, það fyr­ir­komu­lag hef­ur gengið ásætt­an­lega þótt það sé ekki full­komið. Fyr­ir viðskipti á milli skyldra aðila með ann­an sjáv­ar­afla þarf að finna ásætt­an­lega leið sem traust rík­ir um á verðmynd­un til sjó­manna.“

Þá varpa þeir fram spurn­ingu: „...hvort úr­sk­urður Ú1/​2020 frá því í ág­úst sl. sé end­an­leg niðurstaða máls­ins. Að okk­ar mati væri eðli­legt og sann­gjarnt að út­gerðir leiðréttu upp­gjör áhafna til sam­ræm­is við raun­veru­legt afurðaverð.

mbl.is