Segir „afneitun“ Trumps ekki virka

„Ég held að það megi frekar tengja þetta við stjórnunarástand. …
„Ég held að það megi frekar tengja þetta við stjórnunarástand. Ef þú ferð til annarra landa, Evrópu, Austurríkis, Finnlands... það eru skógarþjóðir. Þær eru í skógum og eiga ekki við vanda sem þennan að stríða,“ sagði Trump á kynningarfundi í gær. AFP

„Af­neit­un virk­ar ekki þegar kem­ur að lofts­lagi. Af­neit­un kost­ar það að fólk týn­ir líf­um sín­um og lifi­brauði,“ sagði Eric Garcetti, borg­ar­stjóri Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um í sam­tali við CNN í dag, og brást þannig við full­yrðing­um Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að kenna mætti lé­legri land­stjórn um gíf­ur­lega gróðurelda í Kali­forn­íu. 

Eld­arn­ir hafa nú haft í för með sér eyðilegg­ingu á um 1,3 millj­óna hekt­ara svæði. Hátt í 16.500 slökkviliðsmenn hafa bar­ist við eld­ana, þeir stærstu eru um 28 tals­ins. 24 eru látn­ir vegna eld­anna og eru 4.200 bygg­ing­ar eyðilagðar. Reyk­ur fá eld­un­um hef­ur gert mörg­um erfitt fyr­ir að yf­ir­gefa heim­ili sín. Hætt­an á frek­ari eld­um hef­ur neytt yf­ir­völd til að loka fyr­ir raf­magn á heim­il­um þúsunda íbúa. 

Bar Banda­rík­in sam­an við Finn­land

Trump heim­sótti Kali­forn­íu í gær og fór á kynn­ing­ar­fund með slökkviliðs- og lög­reglu­mönn­um á staðnum um skógar­eld­ana. Rétt fyr­ir fund­inn var for­set­inn spurður hvaða þátt lofts­lags­breyt­ing­ar ættu í eld­un­um. 

„Ég held að það megi frek­ar tengja þetta við stjórn­un­ar­ástand. Ef þú ferð til annarra landa, Evr­ópu, Aust­ur­rík­is, Finn­lands... það eru skóg­arþjóðir. Þær eru í skóg­um og eiga ekki við vanda sem þenn­an að stríða,“ sagði Trump. 

Eyðileggingin vegna eldanna er gífurleg.
Eyðilegg­ing­in vegna eld­anna er gíf­ur­leg. AFP

Myndi ekki segja hið sama í sveiflu­fylki

Garcetti sagði að viðbrögð for­set­ans yllu hon­um von­brigðum. Trump sæi ástandið sem flokks­bundið mál­efni og kenndi yf­ir­völd­um í Kali­forn­íu um ástandið í stað þess að horfa á það sem nátt­úru­ham­far­ir. For­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um eru skammt und­an en þær fara fram í nóv­em­ber.

„Al­rík­is­stofn­an­ir hafa brugðist við og hjálpað okk­ur. Þær vita að við þurf­um á aðstoð þeirra að halda. Aft­ur á móti held­ur for­set­inn áfram út frá kosn­inga­kort­inu og sak­ar Kali­forn­íu um lé­lega stjórn­un. Hann myndi ekki segja slíkt í sveiflu­fylki. Þar myndi hann til dæm­is ekki kenna fylk­inu um felli­bylji.“

mbl.is