Árangur sjávarútvegsins sé litinn hornauga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst mjög sér­stakt hvernig maður sér, jafn­vel al­veg fram á síðustu daga, talað um sjáv­ar­út­veg­inn. Hvernig er litið fram­hjá þeim drif­krafti sem hef­ur óneit­an­lega leitt fram meiri sam­hljóm við líf­ríkið, betri nýt­ingu og meira verðmæti, þar sem ár­ang­ur­inn hef­ur komið að sjálfu sér í huga sumra, og hann jafn­vel lit­inn horn­auga.”

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í ræðu sinni á sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um í dag.

Fjár­málaráðherra sagðist ekki sjá bet­ur en svo að svarið sem boðað væri á sam­fé­lag­miðlum væri þjóðnýt­ing og upp­taka alls hagnaðar í sjáv­ar­út­vegi, og að ný stjórn­ar­skrá væri kynnt sem veg­hef­ill fyr­ir þá leið.

„Ég leyfi mér að vona að rót þess­ar­ar umræðu sé ein­fald­lega skort­ur á upp­lýs­ing­um. Að fólk ein­fald­lega átti sig ekki á mik­il­vægi grein­ar­inn­ar [...] og hverju það skipt­ir fyr­ir sam­fé­lagið að grein­in búi áfram við al­menn og hag­kvæm rekstr­ar­skil­yrði til að grein­in geti haldið áfram að skapa veðmæti fyr­ir þjóðina alla,” sagði Bjarni.

Veiti mik­il­væg­an bakstuðning

Í ræðu sinni sagði Bjarni að sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri aflvaki stöðug­leika í efna­hags­líf­inu. Þegar aðrar at­vinnu­grein­ar í sam­fé­lag­inu styrk­ist varpi það gjarn­an skugga á mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs­ins í ís­lensku sam­fé­lagi, en þegar sam­fé­lagið upp­lif­ir lægðir sjá­ist hvað sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé mik­il­væg­ur.

Bjarni sagði að at­vinnu­grein­in hafi veitt mik­il­væg­an bakstuðning í síðustu kreppu og að hún muni einnig gera það nú, þegar þjóðin glím­ir við efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Fjármálaráðherra segir að mikilvægi útgerðarinnar sýni sig þegar samfélagið upplifi …
Fjár­málaráðherra seg­ir að mik­il­vægi út­gerðar­inn­ar sýni sig þegar sam­fé­lagið upp­lifi lægðir.

Fáar at­vinnu­grein­ar hafi sýnt annað eins hug­vit og fram­far­ir og sjáv­ar­út­veg­ur­inn. Hann hafi leitt tækni­breyt­ing­ar um all­an heim og hug­vit úr grein­inni hafi verið nýtt í öðrum at­vinnu grein­um.

Víða um heim þurfi út­gerði stuðning frá hinu op­in­bera, en svo sé ekki hér á landi. “Það er í raun­inni öf­ugt,” sagði Bjarni.

Þó hafi fólk mis­mun­andi skoðanir á hvernig fisk­veiðikerfi eigi að vera hér á landi og hvernig eigi að fara með verðmæti sem eiga að skap­ast. Eðli­legt og nauðsyn­legt sé að líf­leg umræða þess efn­is sé til staðar

„En eng­um hef­ur, sem komið er, tek­ist kokka upp upp­skrift af fisk­veiðikerfi sem tek­ur því ís­lenska fram. Hvergi ann­ars staðar hef­ur verið sett sam­an fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi sem tek­ur því ís­lenska fram þegar kem­ur að því að skapa verðmæti fyr­ir þjóðina,“ sagði fjár­málaráðherra í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina