Aukin sjálfvirkni á Norðurgarði

Norðurgarður. Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur …
Norðurgarður. Séð yfir vinnslusalinn þar sem eru bolfisklínur með þremur FleXicut-vatnsskurðarvélum. Ljósmynd/Brim

Síðustu vik­urn­ar hef­ur vinnsla í fiskiðju­veri Brims hf. á Norðurg­arði auk­ist smátt og smátt eft­ir sum­ar­hlé. Unnið hef­ur verið að gagn­gerri end­ur­nýj­un í vinnsl­unni og ný tæki frá Mar­el, Curio og fleiri fyr­ir­tækj­um hafa leyst þau eldri af hólmi. Upp­setn­ingu og próf­un­um lýk­ur á næst­unni og er gert ráð fyr­ir að full­um af­köst­um verði náð er líður á októ­ber­mánuð.

Ægir Páll Friðberts­son, fram­kvæmda­stjóri Brims, seg­ir að auk­in sjálf­virkni ein­kenni breyt­ing­arn­ar. Hann nefn­ir þrjár vatns­skurðar­vél­ar frá Mar­el sem skeri flakið. Ró­bót­ar raði fiskn­um í kassa og aðrir ró­bót­ar raði köss­un­um síðan á bretti.

Um 130 starfs­menn

Í dag vinna um 130 starfs­menn við fisk­vinnsl­una á Norðurg­arði. Ægir Páll seg­ir að störf hluta starfs­fólks muni breyt­ast með auk­inni sjálf­virkni þó svo að fjöldi starfs­manna verði svipaður gangi áætlan­ir um unnið magn eft­ir. Eitt af mark­miðunum sé að vinna fleiri kíló í fiskiðju­ver­inu á hvern starfs­mann held­ur en áður. Nýi búnaður­inn er einkum ætlaður fyr­ir vinnslu á þorski og ufsa, en ekki hafa verið gerðar breyt­ing­ar á karfa­vinnsl­unni.

Starf­semi var tíma­bundið hætt á Norðurg­arði í lok apríl þegar und­ir­bún­ing­ur hófst að upp­setn­ingu á full­komn­um vinnslu- og hug­búnaði fyr­ir bol­fisk­vinnslu, auk end­ur­bóta og nauðsyn­legra lag­fær­inga á hús­næðinu. Upp­keyrsla vinnsl­unn­ar hófst svo 22. júlí. Áætlað er að ljúka síðustu verkþátt­um fram­kvæmd­anna í lok sept­em­ber og að vinnsl­an verði þá kom­in á fullt í lok októ­ber.

Vélmenni eða róbót sem matar hráefniskör inn í vinnslu.
Vél­menni eða ró­bót sem mat­ar hrá­efn­iskör inn í vinnslu. Ljós­mynd/​Brim

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: