Yfirborð sjávar gæti hækkað um 40 sm

Gervihnattarmynd af ísjaka brotna frá grænlenskum jökli.
Gervihnattarmynd af ísjaka brotna frá grænlenskum jökli. AFP

Áfram­hald­andi út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda gæti orðið til þess að yf­ir­borð sjáv­ar hækki um tæpa 40 sentí­metra á þess­ari öld.

Ástæðan er bráðnun ís­hell­unn­ar á Suður­skautsland­inu og Græn­landi, að því er kem­ur fram í niður­stöðum stórr­ar alþjóðlegr­ar rann­sókn­ar.

Í ís­hell­un­um er nægi­lega mikið af frosnu vatni til að lyfta yf­ir­borði sjáv­ar um 65 metra. Vís­inda­menn hafa aukn­ar áhyggj­ur af því að áfram­hald­andi bráðnun verði til þess að ástandið verði í takt við verstu spá Sam­einuðu þjóðanna. 

Bjuggu til tölvu­líkön 

Sér­fræðing­ar frá yfir þrjá­tíu rann­sókn­ar­stofn­un­um notuðu gögn um hita­stig og seltu sjáv­ar til að búa til ýmis tölvu­líkön sem líkja eft­ir mögu­legri bráðnun ís­hell­unn­ar á Græn­landi og Suður­skautsland­inu.

Þeir skoðuðu tvo mögu­leika varðandi lofts­lagið. Ann­an þar sem mann­kynið held­ur áfram að menga eins mikið og það hef­ur gert og ann­an þar sem dregið er veru­lega úr út­blástri gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2100.

Þeir komust að því að miðað við fyrri mögu­leik­ann með áfram­hald­andi meng­un muni bráðnun íss á Suður­skautsland­inu hækka yf­ir­borð sjáv­ar um 30 sentí­metra áður en öld­inni lýk­ur, auk þess sem bráðnun ís­hell­unn­ar á Græn­landi bæt­ir 9 sentí­metr­um við.

Slík aukn­ing myndi hafa veru­lega slæm áhrif víðs veg­ar um heim­inn. Eyðilegg­ing af völd­um storma og felli­bylja myndi aukast til muna og auk­in flóð á svæðum þar sem hundruð millj­óna manna búa við strend­ur myndu hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar.

Ef síðari mögu­leik­inn er skoðaður með minni út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda myndi ís­hell­an á Græn­landi hækka um í kring­um 3 sentí­metra fyr­ir árið 2100 til viðbót­ar við það sem hingað til hef­ur verið áætlað, vegna hærra hita­stigs jarðar af völd­um mann­kyns sem nem­ur einni gráðu frá upp­hafi iðnbylt­ing­ar­inn­ar.

mbl.is