Virk samkeppni í sjávarútvegi

Líf við höfnina á Djúpavogi
Líf við höfnina á Djúpavogi mbl.is/Andrés Skúlason

Sam­keppni er mjög virk á öll­um mörkuðum sem ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki starfa á, hér á landi sem er­lend­is.

Þetta er niðurstaða í töl­fræðilegri út­tekt sem verðbréfa­fyr­ir­tækið Arev vann fyr­ir Brim, en þar var beitt sömu aðferðum og Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) not­ar til þess að mæla virkni og samþjöpp­un á mörkuðum.

Hins veg­ar er aðra sögu að segja um ýmsa markaði aðra, en til sam­an­b­urðar var mæld samþjöpp­un á mat­vörumarkaði og í bankaþjón­ustu. Skemmst er frá því að segja að þar er samþjöpp­un langt yfir viðmiðun­ar­mörk­um, bæði SKE og Evr­ópu­sam­bands­ins, sem þó er ei­lítið umb­urðarlynd­ara.

Í at­hug­un Arev, sem unn­in var í fram­haldi af ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins vegna viðskipta með eign­ar­hluti í Brimi, og unn­in var úr op­in­ber­um gögn­um, kom einnig á dag­inn að sam­keppni er mik­il með botn­fisk al­mennt, en einnig þegar litið er til ein­stakra fisk­teg­unda, þó þar á milli sé nokk­ur mun­ur. Hið sama á við hvað varðar markað með afla­mark eða leigu­kvóta. Þar á sér stað veru­leg til­færsla milli út­gerða og skipa á ári hverju.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: