Fyrirsætan Kaia Gerber er í fríi með foreldrum sínum, fyrirsætunni Cindy Crawford og Rande Gerber, í Los Cabos í Mexíkó um þessar mundir. Með henni í fjölskyldufríinu er nýi kærastinn hennar, leikarinn Jacob Elordi.
Elordi hefur verið að gera það gott síðastliðin ár en hann sló í gegn í Netflix-kvikmyndunum The Kissing Booth 1 og 2 auk þáttanna Euphoria.
Gerber og Elordi hafa aðeins verið í sambandi í nokkrar vikur en fyrst sást til þeirra saman 1. september síðastliðinn í Malibu. Þau sáust einnig saman í New York í september.
Elordi var áður í sambandi með mótleikkonu sinni úr The Kissing Booth, Joey King, frá 2017 til 2018. Seinna var orðrómur um að hann væri í sambandi með annarri mótleikkonu sinni, Zendayu, en þau leika saman í þáttunum Euphoria.