Karl kallar eftir Marshall-aðstoð við umhverfið

Erfingi bresku krúnunnar hefur áður talað fyrir baráttunni gegn loftslagsvánni, …
Erfingi bresku krúnunnar hefur áður talað fyrir baráttunni gegn loftslagsvánni, en hann er aldrei sagður hafa verið eins harðorður og nú. AFP

Karl Bretaprins kall­ar eft­ir því að heim­ur­inn setji sig í stríðsstell­ing­ar til þess að tak­ast á við lofts­lags­vána. 

Í ávarpi sínu á lofts­lagsviku New York-borg­ar sagði Karl að sú yf­ir­vof­andi hætta sem lofts­lags­vá­in skapaði, sem og tap líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika, myndi áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins að engu gera.

„Á þess­um tíma­punkti sé ég enga leið áfram aðra en að kalla eft­ir áætl­un á borð við þá sem kennd er við Mars­hall fyr­ir nátt­úr­una, mann­fólkið og plán­et­una,“ sagði Karl og vitnaði til stór­tækr­ar aðstoðar Banda­ríkj­ana við end­urupp­bygg­ingu Evr­ópu eft­ir heims­styrj­öld­ina síðari.

Sagði Karl að stjórn­end­ur heims­ins hefðu af­neitað lofts­lags­vánni of lengi og kallaði eft­ir því að viðskipta­leiðtog­ar og stjórn­völd skipu­legðu skýr­ar áætlan­ir til þess að út­rýma los­un gróður­húsaloft­teg­unda og end­ur­byggja nátt­úr­una.

Lönd Evr­ópu­sam­bands­ins hafa þegar skuld­bundið sig til þess að út­rýma los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2050, en það seg­ir Karl ekki nóg og vill að stefnt verði að sama mark­miði fyr­ir árið 2030, enda megi jörðin eng­an tíma missa.

Erf­ingi bresku krún­unn­ar hef­ur áður talað fyr­ir bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni, en hann er aldrei sagður hafa verið eins harðorður og nú.

Frétt Guar­di­an

mbl.is