Líkur á kaldari vetri í Evrópu

Snjór í borginni Burgos á Norður-Spáni í desember 2010.
Snjór í borginni Burgos á Norður-Spáni í desember 2010. AFP

Des­em­ber­mánuði gætu fylgt kald­ari hita­stig í Evr­ópu en íbú­ar álf­unn­ar hafa átt að venj­ast síðustu ár, þar sem vet­urn­ir hafa hlýnað nærri með hverju ár­inu sem líður.

Þetta má ráða úr lang­tíma­veður­spám vís­inda­manna við Kópernikus­ar­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir kom­andi vet­ur.

Millj­arðar ólíkra mæli­gagna

Síðasti vet­ur var sá hlýj­asti í álf­unni frá því mæl­ing­ar hóf­ust. Nú er bú­ist við að vet­ur­inn í vænd­um verði nær lang­tímameðaltali hvað varðar hita­stig, þrátt fyr­ir að 40-50% lík­ur séu á að svæði í Suður-Frakklandi og í Aust­ur-Evr­ópu muni sjá hita­stig vel yfir meðallagi.

Lík­an stofn­un­ar­inn­ar legg­ur sam­an gögn frá vís­inda­mönn­um í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu og Banda­ríkj­un­um. Not­ast er við millj­arða ólíkra mæli­gagna frá gervi­hnött­um, skip­um, loft­för­um og veður­stöðvum um all­an heim.

Hundur í snjó. Myndin tengist fréttinni mátulega.
Hund­ur í snjó. Mynd­in teng­ist frétt­inni mátu­lega. AFP

50% lík­ur á mik­illi ofan­komu í Skandi­nav­íu

Þrátt fyr­ir lík­ur á kald­ari vetri en venju­lega telja vís­inda­menn­irn­ir meðal ann­ars 40-50% lík­ur á að hita­stig í Evr­ópu í nóv­em­ber verði vel yfir lang­tímameðaltali.

Íbúar Skandi­nav­íu eigi þá 50% mögu­leika á að upp­lifa ofan­komu vel yfir sögu­legu meðaltali í des­em­ber.

Fjallað er nán­ar um spána á vef viðskiptaf­rétta­vefs­ins Bloom­berg, en orku­kaup­menn líta gjarn­an til spáa á borð við þessa með til­liti til verðþró­un­ar á jarðgasi og raf­magni.

mbl.is