Reyna að veiða humar á Breiðafirði

Gildrurnar voru lagðar á mánudagskvöld.
Gildrurnar voru lagðar á mánudagskvöld. mbl.is/Alfons

Hafn­ar eru til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur á Breiðafirði. Verða þær stundaðar á bátn­um Ingu P SH-423.

Skip­stjóri á bátn­um er Klem­ens Guðmunds­son en út­gerðarfé­lagið Kvika hef­ur tekið að sér veiðarn­ar fyr­ir Vinnslu­stöðina í Vest­manna­eyj­um.

Á mánu­dags­kvöld var 71 gildra lögð norður af Bárðar­grunn­inu. Fyrst voru gildr­urn­ar lagðar án beitu til prufu, en síðan var dregið og beitt í þær og þær lagðar að nýju. Nú liggja þær því í sjó þangað til veður leyf­ir til þess að draga þær upp og vitja um afla.

Varpað fyrir borð.
Varpað fyr­ir borð. mbl.is/​Al­fons

Fimmtán faðmar á milli

Gildr­urn­ar eru sett­ar á leiðara og eru fimmtán faðmar á milli hverr­ar gildru. Beitt var síld sem veidd var á Fær­eyjamiðum.

Vinnslu­stöðin hef­ur verið með til­rauna­veiðar í humar­gildr­ur út frá Suður­landi með ágæt­um ár­angri. Þess­ar veiðar hafa hins veg­ar ekki verið reynd­ar áður í Breiðafirði svo nú bíða menn spennt­ir að sjá hvernig muni ganga.

mbl.is