Samdráttur í losun frá vegasamgöngum

Bílar á ferð um Vesturlandsveg.
Bílar á ferð um Vesturlandsveg. mbl.is/Styrmir Kári

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá vega­sam­göng­um hér­lend­is dróst sam­an um 2% á milli ár­anna 2018 og 2019. Þetta er í fyrsta skipti frá ár­inu 2014 sem má sjá sam­drátt í þess­um flokki.

Þetta kem­ur fram í bráðabirgðaniður­stöðum Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands fyr­ir árið 2019.

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda vegna urðunar dróst sam­an um 10% milli ár­anna 2018 og 2019.

Los­un frá jarðvarma­virkj­un­um jókst aft­ur á móti um 5% á tíma­bil­inu. Los­un frá iðnaðarferl­um og efna­notk­un jókst um­tals­vert. Sú los­un er að stærst­um hluta ann­ars eðlis, þ.e.vegna kælimiðla sem hafa sjö ára líf­tíma og því er los­un þeirra í beinu sam­hengi við inn­flutn­ing þeirra sjö árum áður.

Fram til þessa hafa los­un­ar­töl­ur verið gefn­ar út tveim­ur árum eft­ir að los­un­in á sér stað, þegar þeim er skilað inn til ramma­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Sam­kvæmt bráðabirgðaniður­stöðunum dróst los­un á beinni ábyrgð Íslands sam­an um 0,3% á milli ár­anna 2018 og 2019.

Höf­um náð 6,7 pró­sent­um af 29

„Með Par­ís­arsátt­mál­an­um höf­um við skuld­bundið okk­ur til að ná 29% sam­drætti í los­un á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við los­un árs­ins 2005. Bráðabirgðaniður­stöðurn­ar benda til þess að við höf­um nú náð 6,7% af þeim 29%. Stefnt er að a.m.k. 35% sam­drætti árið 2030 sam­kvæmt aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Bráðabirgðatöl­urn­ar ná hvorki yfir los­un sem fell­ur und­ir viðskipta­kerfi ESB með los­un­ar­heim­ild­ir (ETS) né los­un og kol­efn­is­bind­ingu sem teng­ist land­notk­un, breyttri land­notk­un og skóg­rækt (LULUCF).

mbl.is