Sjáðu Stuðlagil í haustlitunum

Stuðlagil í haustlitunum.
Stuðlagil í haustlitunum. Skjáskot/Instagram

Stuðlagil var einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í sumar. Stuðlagilið er alveg einstakt fyrir sína náttúrufegurð og spillir þar ekki fyrir himinblátt jökulvatnið í Jöklu sem rennur í gegnum gilið.

Þar sem Jökla er jökulá skiptir hún reglulega um lit. Hún er ekki það eina sem skiptir um lit á haustin heldur er náttúran umhverfis gilið komið í haustfötin og skartar sínu fegursta um þessar mundir.

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á ferð um landið með kærustu sinni, fyrirsætunni Nathaliu Soliani. Parið heimsótti Stuðlagil fyrr í þessari viku og birtu einstaklega fallegar myndir og myndbönd af náttúrufegurðinni í Stuðlagili um þessar mundir.

View this post on Instagram

Sorry for the Mother Nature spam ! ⛰❤️ .. We had a little help from the drone in this one... enjoy the view 🤩👌 • #precious

A post shared by NAT (@nathaliasoliani_) on Sep 21, 2020 at 2:45pm PDT

mbl.is