Stuðlagil var einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í sumar. Stuðlagilið er alveg einstakt fyrir sína náttúrufegurð og spillir þar ekki fyrir himinblátt jökulvatnið í Jöklu sem rennur í gegnum gilið.
Þar sem Jökla er jökulá skiptir hún reglulega um lit. Hún er ekki það eina sem skiptir um lit á haustin heldur er náttúran umhverfis gilið komið í haustfötin og skartar sínu fegursta um þessar mundir.
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á ferð um landið með kærustu sinni, fyrirsætunni Nathaliu Soliani. Parið heimsótti Stuðlagil fyrr í þessari viku og birtu einstaklega fallegar myndir og myndbönd af náttúrufegurðinni í Stuðlagili um þessar mundir.