Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum nótt til að sækja veikan skipverja af fiskiskipi. Skipið var þá statt norður af Melrakkasléttu.
TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 3:31 og hafði lokið við að hífa skipverjann um borð í þyrluna tveimur tímum síðar að sögn Landhelgisgæslunnar.
Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í morgun. Þar beið sjúkrabíll sem flutti manninn á Landspítalann.