Þriðjungi færri starfandi í ferðaþjónustu

Þriðjungi færri störfuðu í ferðaþjónustu í júlí í ár en …
Þriðjungi færri störfuðu í ferðaþjónustu í júlí í ár en í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 33% færri á launa­skrá í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ust­unn­ar í júlí en í sama mánuði í fyrra. Þetta kem­ur fram í töl­um frá Hag­stof­unni sem gefn­ar voru út í dag. Starfs­fólki fjölgaði þó um 4% milli júní og júlí.

Mest var fækk­un­in milli ára hjá gististöðum, 44%, og í flokki ferðaskrif­stofa, ferðaskipu­leggj­enda og annarr­ar bók­un­arþjón­ustu, 43%.

Sé litið til heild­ar­launa­greiðslna í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ust­unn­ar dróg­ust þær sam­an um 31% milli júlí í ár og júlí í fyrra, og námu í mánuðinum um 10 millj­örðum króna. Juk­ust launa­greiðslur þó um 10% milli júní og júlí í ár.

Upp­lýs­ing­arn­ar eru hluti af til­rauna­töl­fræði um staðgreiðslu­skyld­ar launa­greiðslur og talna­efni um fjölda starf­andi sam­kvæmt skrám. Vak­in er at­hygli á því á heimasíðu Hag­stof­unn­ar að um bráðabirgðatöl­ur sé að ræða, sem geta tekið breyt­ing­um yfir tíma svo sem vegna síðbú­inna skila launa­greiðenda.

mbl.is