ASÍ segir forsendur ekki brostnar

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/ASÍ

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir að „mjög al­var­leg skila­boð“ yrðu send út í sam­fé­lagið ef til launa­fryst­inga kæmi. Hún seg­ir að best sé að halda friði á vinnu­markaði vegna þeirr­ar stöðu sem nú er kom­in upp, það verði ein­göngu gert með því að standa við lífs­kjara­samn­ing­inn. For­send­ur hans séu ekki brostn­ar.

„Það er okk­ar mat að það sé best fyr­ir efna­hags­lífið að standa við samn­inga og halda friði á vinnu­markaði,“ seg­ir Drífa í sam­tali við mbl.is. Í til­kynn­ingu frá ASÍ sem send var út nú síðdeg­is seg­ir að for­send­ur lífs­kjara­samnigs­ins séu ekki brostn­ar.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sendu einnig frá sér yf­ir­lýs­ingu nú síðdeg­is og sögðu að for­send­ur lífs­kjara­samn­ings­ins væru brostn­ar. Reynt hafi verið að koma á sam­starfi við ASÍ en að eng­inn sam­starfs­vilji hafi verið að hálfu sam­bands­ins.

Ekki sé þörf á að segja upp samn­ingn­um

For­send­ur lífs­kjara­samn­ings voru þrjár, eins og seg­ir í til­kynn­ingu ASÍ.

  • Að kaup­mátt­ur hafi auk­ist á samn­ings­tíma
  • Að vext­ir hafi lækkað fram að end­ur­skoðun samn­ings­ins
  • Að stjórn­völd hafi staðið við gef­in fyr­ir­heit sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gefn­ar voru í tengsl­um við samn­ing­anna

ASÍ segja að kaup­mátt­ur hafi sann­ar­lega auk­ist á samn­ings­tím­an­um og það um 4,8%. Sú for­senda hafi því staðist. Í örðu lagi seg­ir í til­kynn­ingu sam­bands­ins að stýri­vext­ir hafi lækkað úr 4,5% í aðeins 1% það sem af er samn­ings­tím­an­um og því hafi for­senda um lækk­un vaxta staðist.

Að lok­um seg­ir sam­bandið að tíma­sett lof­orð stjórn­valda hafi staðist utan eins ákvæðis um bann við 40 ára verðtryggðum lán­um. ASÍ seg­ir þó að frum­varp sem taki á því máli sé í far­vatn­inu.

mbl.is