Menntaskólanemar sigruðu í alþjóðlegri keppni

Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur við verðlaunaafhendinguna í …
Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur við verðlaunaafhendinguna í vor þegar þeir unnu innlendu keppnina. Ljósmynd/Landvernd

Heim­ild­ar­mynd­in Is th­ere a soluti­on to in­ter­net polluti­on, sem þrír ís­lensk­ir mennta­skóla­nem­ar stóðu að lenti í fyrsta sæti í alþjóðlegri keppni ungra um­hverf­is­frétta­manna (YRE). Mynd­in hafði áður sigrað í inn­an­landskeppni Land­vernd­ar en þar hét hún Meng­un með miðlum.

Hálf­dán Helgi Matth­ías­son, Axel Bjark­ar Sig­ur­jóns­son og Sölvi Bjart­ur Ing­ólfs­son, nem­ar í Tækni­skól­an­um, stóðu að gerð mynd­ar­inn­ar. Hún sigraði fyrst inn­an­landskeppni sem Land­vernd blés til. 

Ann­ar Íslend­ing­ur gerði það gott í alþjóðlegu keppn­inni en það er Ásdís Rós Þóris­dótt­ir sem stund­ar nám við Fjöl­brauta­skól­ann í Ármúla. Hún hlaut heiður­sverðlaun fyr­ir ljós­mynd sína „Congra­tulati­ons humanity“. 

Strák­arn­ir lentu í fyrsta sæti í flokki heim­ild­ar­mynda. Þeir hafa nú einnig verið til­nefnd­ir til fjöl­miðlaverðlauna um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins fyr­ir Meng­un með miðlum. Hana má sjá hér að neðan en út­gáf­an sem strák­arn­ir sendu út í keppn­ina var á ensku og tals­vert styttri. 

mbl.is