Pólverjar kaupa mest af íslenskum eldislaxi

Eldislax.
Eldislax. mbl.is/Helgi Bjarnason

Pól­land er núna stærsti markaður­inn fyr­ir ís­lensk­an eld­islax, sam­kvæmt töl­um ís­lenska sprota­fyr­ir­tæk­is­ins Sea Data Center.

Útflutn­ing­ur til Pól­lands jókst um yfir 1.500% á síðasta ári og var markaður­inn þá sá þriðji stærsti fyr­ir Ísland. Á þessu ári er hann orðinn sá stærsti, að því er kem­ur fram á vef Und­ercur­rent News.

Á síðasta ári voru 3.200 tonn af laxi flutt frá Íslandi til Pól­lands en í lok júlí í ár höfðu þegar verið seld yfir 2.900 tonn.

Fram kem­ur að árið 2015 hafi Banda­rík­in keypt 72% af öll­um þeim eld­islaxi sem Ísland flutti út. Núna er tal­an kom­in niður í 8%.

Í heild­ina flutti Ísland út tæp 15 þúsund tonn á fyrri hluta þessa árs, sem er 16% aukn­ing frá ár­inu á und­an.

mbl.is