Greiddu markaðsverð fyrir kvótann

Togarar Samherja á Pollinum á Akureyri
Togarar Samherja á Pollinum á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sam­an­b­urður á samn­ing­um um afla­heim­ild­ir í Namib­íu leiðir í ljós að Sam­herji greiddi markaðsverð fyr­ir kvóta sem fé­lagið leigði í land­inu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja í til­efni af um­fjöll­un um rekst­ur fé­lags­ins í Namib­íu.

„Ávirðing­ar sem sett­ar hafa verið fram um verð fyr­ir leigu á afla­heim­ild­um tengj­ast ásök­un­um um að dótt­ur­fé­lög Sam­herja hafi greitt mút­ur til að tryggja sér afla­heim­ild­ir langt und­ir markaðsverði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­herja í Namib­íu, ekki hafa haft í heiðri gildi fé­lags­ins og starfs­regl­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: