Kæli- og burðargeta lykilatriði

Fullkomið skip. Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Karstensens-skipasmíðastöðinni …
Fullkomið skip. Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Karstensens-skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. Skipið er vel búið í alla staði. Ljósmynd/Karstensens

Eft­ir um þrjá mánuði er nýtt og full­komið upp­sjáv­ar­skip vænt­an­legt til Sam­herja á Ak­ur­eyri. Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri Sam­herja, seg­ir skipið svara kröf­um um mikla kæligetu og stór lest­ar­rými. Skipið er stórt sem ekki veit­ir af í sókn á fjar­lægð mið og m.a. ein þau erfiðustu við kol­munna­veiðar langt vest­ur af Írlandi, nán­ast úti á miðju Atlants­haf­inu að vetri til. Mik­il end­ur­nýj­un hef­ur orðið í upp­sjáv­ar­flota Íslend­inga á síðustu árum og seg­ir Kristján að ný­smíðin sé liður í þeirri þróun.

Nýr Vil­helm Þor­steins­son leys­ir eldra skip með sama nafni af hólmi, sem kom nýtt til lands­ins fyr­ir 20 árum. Það er frysti­skip sem selt var til Rúss­lands fyr­ir tveim­ur árum og er nú m.a. gert út til síld­veiða við Aust­ur-Rúss­land. Til að brúa bilið hef­ur Mar­grét EA veitt upp­sjáv­ar­afla Sam­herja, en Mar­grét­in var smíðuð 1996.

Samn­ing­ar um smíði nýja skips­ins hjá Kar­sten­sens-skipa­smíðastöðinni í Ska­gen í Dan­mörku voru full­frá­gengn­ir 4. sept­em­ber 2018. Þann dag hefðu tví­bura­bræðurn­ir Bald­vin og Vil­helm Þor­steinss­syn­ir orðið 90 ára gaml­ir. Báðir voru þeir skip­stjór­ar á skip­um frá Ak­ur­eyri í ára­tugi. Nafn nýja skips­ins er sótt til Vil­helms föður Kristjáns út­gerðar­stjóra, en Bald­vin er faðir Þor­steins Más, for­stjóra Sam­herja.

Dregn­ir frá Póllandi

Upp­haf­lega stóð til að skipið kæmi til lands­ins um mitt þetta ár, en vegna kór­ónu­veik­inn­ar og fleiri þátta hef­ur smíðin taf­ist. Hjá Kar­sten­sens er einnig verið að smíða nýj­an Börk fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una í Nes­kaupstað og er hann vænt­an­leg­ur á vor­mánuðum. Um syst­ur­skip er að ræða og var hönn­un skip­anna í hönd­um Kar­sten­sens og út­gerða skip­anna. Skrokk­arn­ir voru smíðaðir í skipa­smíðastöð Kar­sten­sens í Gdynia í Póllandi, en síðan dregn­ir til Ska­gen þar sem lokið er við smíðina.

Nýr Vil­helm verður bú­inn til bæði nóta- og flot­vörpu­veiða. Skipið verður rúm­lega 88 metr­ar að lengd, 16,6 metr­ar að breidd og dýpt­in 9,6 metr­ar. Burðarget­an verður um þrjú þúsund tonn af kæld­um afla og ber því svipað eða held­ur meira en Beit­ir NK, sem er burðarmesta skip upp­sjáv­ar­flot­ans. Skipið verður vel búið í alla staði, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafn­ar, sem og veiðar og meðferð á afla.

Alls verða 13 kælitank­ar í skip­inu og seg­ir Kristján lyk­il­atriði til að tryggja sem mest gæði hrá­efn­is að kæla afl­ann hratt niður. Sjór sé kæld­ur í tönk­un­um, jafn­vel niður fyr­ir frost­mark, og afl­an­um síðan dælt í tank­ana. Mark­miðið sé að hita­stigið á fisk­in­um sé í kring­um núllið þegar hon­um er dælt í land, jafn­vel eft­ir langa sigl­ingu af miðunum. Burðarget­an skipti miklu máli þegar siglt sé 4-5 sól­ar­hringa á kol­munna­veiðum á fjar­læg mið og eins þegar loðna sé veidd í bræðslu. Stærð skip­anna skipti einnig miklu máli þegar siglt sé með full­fermi í mis­jöfn­um veðrum. Á loðnu, síld og mak­ríl til mann­eld­is sé kæliget­an gíf­ur­lega mik­il­væg, en þá er oft miðað við minni farm.

Brúin hífð á Vilhelm í slippnum hjá Karstensens í Gdynia …
Brú­in hífð á Vil­helm í slippn­um hjá Kar­sten­sens í Gdynia í Póllandi. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens

Hef­ur trú á loðnu­vertíð

Kristján seg­ist gera sér von­ir um að Vil­helm Þor­steins­son fari til loðnu­veiða fljót­lega eft­ir heim­kom­una. Reynd­ar sé ekki kom­inn loðnu­kvóti, en mæl­ing­ar á loðnunni standa nú yfir. Gef­inn hef­ur verið út upp­hafskvóti upp á 170 þúsund tonn, en hann verður end­ur­met­inn að leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lokn­um.

„Ég hef fulla trú á því að það verði loðnu­vertíð í vet­ur,“ seg­ir Kristján. „Þrátt fyr­ir að eng­ar veiðar hafi verið leyfðar tvo síðustu vet­ur hef­ur tals­vert verið af loðnu víða við landið og jafn­vel við Fær­eyj­ar síðasta vet­ur. Loðnan hef­ur breytt göngu­mynstri sínu og þörf er á frek­ari rann­sókn­um.“

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 24. sept­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: