Lemúrarnir fá andrými án ferðamannanna

00:00
00:00

Lemúr­arn­ir í Andasi­be skóg­in­um á Madag­ascar hafa fengið að njóta sín án ferðamanna síðastliðina mánuði. Madag­ascar var lokað fyr­ir ferðamönn­um á vor­mánuðum vegna kór­ónu­veirunn­ar eins og flest önn­ur lönd. 

Til stend­ur að opna eyj­una fyr­ir er­lend­um ferðamönn­um þann 1. októ­ber og hafa fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu fagnað þeim frétt­um. Þeir sem reiða af­komu sína á ferðaþjón­ustu á eyj­unni hafa, líkt og aðrir, átt erfitt upp­drátt­ar síðustu mánuði. 

mbl.is