Veiða stóran hluta makríls í lögsögu ESB

Að makrílveiðum á alþjóðlegu hafsvæði djúpt austur af Íslandi, sem …
Að makrílveiðum á alþjóðlegu hafsvæði djúpt austur af Íslandi, sem gjarnan er nefnt Síldarsmugan. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

At­hygl­is­verð sjón­ar­mið var að finna í norska blaðinu Fiskar­en/​Fiskeri­bla­det í byrj­un mánaðar­ins um málstað Nor­egs í viðræðum um stjórn­un mak­ríl­veiða á NA-Atlants­hafi. Meðal ann­ars var fjallað um þá staðreynd að stór hluti mak­ríls­ins sem norsk skip hafa komið með að landi síðustu ár hef­ur feng­ist utan norskr­ar lög­sögu.

Þeirri spurn­ingu er velt upp í blaðinu hvort Norðmenn taki áhættu með rétt­indi sín til mak­ríl­veiða með því að veiða ekki fisk­inn meðan hann er í norskri lög­sögu. – Já, er svar Ein­ars Meløysund, sem ger­ir út nóta­bát­inn Ein­ar Er­lend sem veiðir mak­ríl við Nor­egs­strend­ur.

Gagn­kvæm­ur aðgang­ur

Ekk­ert heild­ar­sam­komu­lag er í gildi um mak­ríl­veiðar í NA-Atlants­hafi, frek­ar en aðrar upp­sjáv­ar­teg­und­ir. Hins veg­ar gerðu Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið samn­ing sín á milli fyr­ir nokkr­um árum um veiðar á mak­ríl, þar á meðal um gagn­kvæm­an aðgang að lög­sög­um.

Þó svo að mikið hafi verið af mak­ríl í norskri lög­sögu síðustu ár hafa Norðmenn í tals­verðum mæli veitt kvóta sinn í lög­sögu Evr­ópu­sam­band­ins, m.a. við Hjalt­lands­eyj­ar, og fengið þar stór­an og góðan fisk. Þegar líður á haustið aukast gæði mak­ríls eft­ir sum­ar­beit á norður­slóðum og oft hef­ur lít­il áta verið í fisk­in­um á þess­um slóðum, þannig að um gott hrá­efni hef­ur verið að ræða.

Brex­it hand­an við hornið

Þenn­an aðgang hafa Norðmenn nýtt sér, en haft er eft­ir Ein­ari Meløysund að þetta geti veikt samn­ings­stöðu Norðmanna. Bent er á að brex­it sé hand­an við hornið og þá verði Bret­ar sjálf­stæður viðsemj­andi í viðræðum um mak­ríl­inn. Ein­ar seg­ir að hæg­lega hefði mátt byrja mak­ríl­veiðar fyrr í haust og þá í norskri lög­sögu.

Í fyrra veiddu Norðmenn um 20% af mak­rílafla sín­um í norskri lög­sögu, sam­kvæmt lönd­un­ar­töl­um sem þjóðirn­ar senda til Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðsins, NEAFC, og um 15% árið 2018. Hlut­deild mak­rílafla úr norskri lög­sögu minnkaði hratt þessi ár. Fær­ey­ing­ar veiddu um 60% afla síns í fær­eyskri lög­sögu í fyrra og um helm­ing tvö ár þar á und­an.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: