Starfsmenn LSH með grímu geta komist hjá sóttkví

Einstaklingar með grímu geta komist hjá því að sæta sóttkví
Einstaklingar með grímu geta komist hjá því að sæta sóttkví mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímu­notk­un get­ur forðað starfs­mönn­um Land­spít­al­ans (LSH) frá því að sæta sótt­kví. Þó þarf viðkom­andi aðili að hafa virt fjar­lægðarmörk og passað upp á sótt­varn­ir.

Þetta seg­ir Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, aðstoðarmaður for­stjóra Land­spít­ala. Seg­ir hún að miðað sé við um­rædda reglu þegar starfs­menn spít­al­ans eiga í hlut. Þannig hafi spít­al­an­um tek­ist að fækka starfs­mönn­um sem sæta þurfi sótt­kví.

„Ef fólk sinn­ir sótt­vörn­um, virðir fjar­lægðarmörk og er með grímu get­ur það kom­ist hjá sótt­kví. Núna fara miklu færri heil­brigðis­starfs­menn í sótt­kví en í fyrri bylgju. Í fyrri bylgj­unni var grím­an ekki al­menn og á þeim stöðum þar sem fólk var ekki með grímu, t.d. í Skafta­hlíðinni, var tals­vert af smit­um,“ seg­ir Anna sem tek­ur fram að grím­ur spít­al­ans séu frá­brugðnar hefðbundn­um grím­um.

Upp­fært kl. 10:45:

Vegna frétt­ar­inn­ar í Morg­un­blaðinu og fyr­ir­sagn­ar hafði Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir sam­band við blaðið og vildi árétta að ein­göngu starfs­menn Land­spít­al­ans, sem nota grím­ur spít­al­ans og virða fjar­lægðarmörk og passa upp á sótt­varn­ir, geta kom­ist hjá sótt­kví eft­ir sér­stakt mat rakn­ing­ar­t­eym­is Land­spít­ala. Þetta eigi ekki við um al­menna notk­un á grím­um úti í sam­fé­lag­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina