Fæðingarsprengja í dýragarðinum í Taipei

00:00
00:00

Nóg hef­ur verið að gera hjá dýr­un­um í dýrag­arðinum í Taipei und­an­farna mánuði. Þó svo gott sem eng­ir ferðamenn hafi heim­sótt dýr­in á síðustu mánuðum hef­ur þar orðið fæðing­ar­spreng­ing. Þar hafa fæðst litl­ir pöndu­ung­ar og lít­il hreist­ur­dýr svo fátt eitt sé nefnt.

Eric Tsao, talsmaður fyr­ir dýrag­arðinn, sagði í viðtal­inu hér fyr­ir ofan að það sé ákveðið skipu­lag á hvenær dýr­in mak­ast og ala af sér af­kvæmi. Árið 2020 hafi gengið mjög vel og fjöld­inn all­ur af al­skyns af­kvæm­um fæðst í heim­inn.

mbl.is