Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna elds

Þyrlan var síðan afturkölluð þegar fréttist að hættan væri liðin …
Þyrlan var síðan afturkölluð þegar fréttist að hættan væri liðin hjá. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út á öðrum tím­an­um í dag vegna elds sem upp kom í fiski­skipi úti fyr­ir Norður­landi. Var sjó­björg­un­ar­sveit Lands­bjarg­ar á Norður­landi einnig kölluð út sem mun koma til með að flytja slökkviliðsmenn að skip­inu. Þá voru önn­ur skip í grennd­inni beðin um að halda til skips­ins líka.

Áhöfn skips­ins tel­ur fjóra skip­verja og náðu þeir fljótt að ráða niður­lög­um elds­ins og var þyrla gæsl­unn­ar því aft­ur­kölluð.

Eins og seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni um málið voru tvö önn­ur skip ansi fljót á staðinn og því ekki hætta á ferðum. Skipið er vél­ar­vana og verður nú dregið að landi.

mbl.is