Linda Pé á lausu

Linda Pétursdóttir er einhleyp.
Linda Pétursdóttir er einhleyp.

Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir er á lausu. Linda var í sambandi með Kanadamanninum Jamie Greig sem starfar hjá landhelgisgæslu Kanada en þau kynntust þegar hún bjó í Kanada. DV greindi fyrst frá. 

Linda varð alheimsfegurðardrottning árið 1988 og mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar síðan en Linda virðist þó ekk­ert eld­ast. Árið 2003 kom út ævi­saga henn­ar sem ber nafnið Linda ljós & skugg­ar en í henni er hægt að lesa sér til um líf Lindu. 

Í dag heldur Linda úti lífstílsvefnum Lindape.com þar sem hún deilir leyndarmálum heilbrigðs lífstíls. 

Smartland óskar þeim báðum góðs gengis á þessum tímamótum.

mbl.is