Meira haft fyrir makrílveiðunum en áður

Börkur NK að dæla makrílafla í Beiti NK á miðunum.
Börkur NK að dæla makrílafla í Beiti NK á miðunum. Ljósmynd/Síldarvinnslan - Helgi Freyr Ólason

Nú er ný­lega lokið óvenju­legri mak­ríl­vertíð sé miðað við síðustu ár. Mak­ríll­inn breytti göng­um sín­um og gekk í afar tak­mörkuðum mæli upp á land­grunnið og vest­ur eft­ir allt inn í græn­lenska lög­sögu eins og hann hef­ur gert að und­an­förnu, að því er fram kem­ur í pistli á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.  

Fram kem­ur, að þess í stað hélt mak­ríll­inn sig lengst aust­ur af land­inu og reynd­ar mest á alþjóðlegu hafsvæði sem þekkt er und­ir nafn­inu Síld­ars­mug­an.

„Mak­ríl­skip­in þurftu því að sækja afl­ann langt og meira var haft fyr­ir veiðunum en á und­an­förn­um árum. Til að bregðast við þess­um breyttu aðstæðum var myndað einskon­ar veiðifé­lag þeirra skipa sem lönduðu mak­ríl til vinnslu hjá Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaupstað. Skip­in sem um ræðir voru Beit­ir NK, Börk­ur NK, Bjarni Ólafs­son AK og Mar­grét EA,“ seg­ir í um­fjöll­un­inni.

Fram kem­ur, að sam­starf skip­anna hafi byggst á því að hverju sinni hafi afla þeirra allra verið dælt um borð í eitt skip sem síðan flutti hann til vinnslu í landi. Skipt­ust skip­in á um að taka afl­ann um borð.

„Álitið var að þetta væri skyn­sam­legt fyr­ir­komu­lag þegar jafn langt væri að sækja afl­ann og raun bar vitni. Hér er um nýj­ung að ræða og því kann að vera for­vitni­legt að heyra viðhorf skip­stjóra á um­rædd­um skip­um til sam­starfs­ins.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna hér. 

mbl.is