Tugir með skoðun á aflamarki

Tug­ir at­huga­semda og um­sagna bár­ust vegna áforma stjórn­valda um að taka upp afla­mark við stjórn­un grá­sleppu­veiða, en drög að frum­varpi um breyt­ing­una hafa verið til kynn­ing­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Skipt­ir mjög í tvö horn í af­stöðu um­sagnaraðila og er áformun­um ým­ist fagnað eða harðlega mót­mælt. Nú er veiðunum m.a. stjórnað með út­gáfu sér­stakra leyfa og daga­fjölda, en veiðum á flest­um öðrum teg­und­um er stjórnað með afla­marki.

Sam­kvæmt drög­un­um er gert ráð fyr­ir að sett verði bráðabirgðaákvæði þar sem lagt er til að veiðireynsla verði met­in út frá þrem­ur bestu veiðitíma­bil­um í sex ár, frá og með ár­inu 2013 til og með ár­inu 2018. Þá er lagt til að afla­hlut­deild skuli út­hlutað á grund­velli veiðireynslu leyf­is­ins sem skráð er á skipið en ekki á grund­velli veiðireynslu skips.

Ótt­ast samþjöpp­un

Svo gluggað sé í um­sagn­ir þá lýs­ir Hall­dór Rún­ar Stef­áns­son á Þórs­höfn sig and­víg­an breyt­ing­unni, sem hann seg­ir minnka mögu­leika ungra manna til at­hafna. Í su­mögn sinni seg­ir Hall­dór meðal ann­ars:

„Um langa hríð hef­ur nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag verið við lýði og hef­ur, með þeim breyt­ing­um sem gerðar hafa verið, gagn­ast byggðum lands­ins og fjölda smá­báta­sjó­manna. Einnig má færa gild rök fyr­ir því að nú­ver­andi kerfi hafi viðhaldið grá­sleppu­stofn­in­um með þeim sveigj­an­leika sem er í daga­kerf­inu. Það er full­vissa und­ir­ritaðs að ef breyt­ing sú sem áformuð er geng­ur eft­ir þá mun á skömm­um tíma verða mik­il samþjöpp­un í þess­um veiðum. Rétt eins og hef­ur orðið í öðrum kvóta­sett­um teg­und­um.“

Hag­kvæm­ara og ábyrg­ara

Ein­ar E. Sig­urðsson á Raufar­höfn er á önd­verðum meiði í um­sögn sinni: „Með því að setja grá­sleppu í afla­mark er hægt að stunda veiðarn­ar á mun hag­kvæm­ari og ábyrg­ari hátt en nú er. Það fyr­ir­komu­lag sem hef­ur verið geng­ur ekki leng­ur upp. Menn hafa haft áhyggj­ur af samþjöpp­un með kvóta­setn­ingu, ég blæs á þær áhyggj­ur, al­veg eins má kalla það samþjöpp­un í nú­ver­andi kerfi þar sem hægt er að eiga eins mörg leyfi og hægt er, og uppi er krafa um sam­ein­ingu leyfa. Þegar menn vita hvaða afla má veiða hjá hverri út­gerð þá býrðu til mestu verðmæt­in.“ aij@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: