Fjórum bjargað af fiskiskipi við Papey

Þyrla Landhelgisgæslunnar var á æfingu þegar útkallið barst og tók …
Þyrla Landhelgisgæslunnar var á æfingu þegar útkallið barst og tók rakleiðis stefnuna á slysstað.

Fjór­um var bjargað um borð í fiski­bát eft­ir að lítið fiski­skip tók niðri á grynn­ingu aust­ur af Papey í kvöld, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni. 

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar og sjó­björg­un­ar­sveit­ir slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Suðaust­ur- og Aust­ur­landi voru kallaðar út á mesta for­gangi eft­ir að lítið fiski­skip tók niðri á grynn­ingu aust­ur af Papey.

„Leki kom að fiski­skip­inu og fjór­ir voru um borð. Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst neyðarkall frá áhöfn skips­ins klukk­an 20:55. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var á æf­ingu þegar út­kallið barst og tók rak­leiðis stefn­una á slysstað. Jafn­framt óskaði Land­helg­is­gæsl­an eft­ir því að skip og bát­ar í grennd­inni héldu á staðinn. Klukk­an 21:20 hafði tek­ist að bjarga öll­um fjór­um skip­verj­un­um um borð í fiski­bát sem kom á staðinn. Skip sem kem­ur til með að aðstoða við drátt á fiski­skip­inu er vænt­an­legt á slysstað von bráðar“, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Upp­fært kl. 22.16: Fiski­bát­ur­inn er nú í drætti áleiðis til Djúpa­vogs. Reynt verður að halda hon­um á floti með dæl­um um borð. Haf­dís, björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar er komið á staðinn en björg­un­ar­skip­in frá Hornafirði og Nes­kaupstað hafa verið aft­ur­kölluð. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar verður í viðbragðsstöðu á Hornafirði meðan á björg­un­ar­störf­um stend­ur. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur verið upp­lýst um málið.

mbl.is